Author: Ragna

  • Smá ábending.

    Ég vil að gamni benda á gullfallegar nýjársmyndir hjá Magnúsi Má og skemmtilegan texta hjá Sigurrós varðandi flutning fæðingarorlofssjóðs til Hvammstanga.

  • Svanfríður, loksins.

    Í dag varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að hitta enn einn bloggvininn. Að þessu sinni var það Svanfríður sem kom við hjá mér á leið sinni frá Hornafirði til Ameríku. Ekki var hún ein á ferð heldur fékk ég í bónus að hitta Bert, Eyjólf og foreldra Svanfríðar. Svona tóku þau sig nú…

  • Árásir

    Ég hef undanfarið orðið fyrir árásum af svokölluðu "SPAM" sem hefur troðið sér inn í orðabelginn hjá mér, oftast við gamlar færslur. Þetta eru einhverjar lyfjaauglýsingar miður skemmtilegar og ég veit ekki hvað eða hvernig stendur á það er verið að herja á mig með þessum óþverra sem nú virðist koma inn á nýjustu færslurnar…

  • Tekið móti nýju ári.

    Ég þurfti að vera í bænum í dag og kom ekki heim fyrr en í kvöld. Ég átti pistil síðan í gær sem ég ætlaði að setja inn í morgun en ekki varð af því sökum fjarveru minnar. Ég ætla samt að birta hann þó hann sé saminn fyrir nýjársdag. ————— Þá hefur árið 2007…

  • Litið yfir farinn veg og lögð drög að nýjum.

    Nú er kominn sá tími sem maður lítur yfir farinn vel og hugsar um það sem liðið er og kemur þá margt í ljós og allur tilfinningaskalinn verður virkur. Sumt vekur gleði, annað sorg, svo kemur eftirsjá yfir að hafa ekki áorkað meiru og að lokum tilhlökkun. Sumt er ekki spurning um að verði geymt…

  • Mál til komið.

    Já það er mál til komið að láta heyra aðeins í sér. Sigurrós og Magnús Már gerðu jólunum okkar allra svo ágæt skil bæði í máli og myndum, að ég hef litlu þar við að bæta. Auðvitað tók ég líka myndir svo það fari nú ekki á milli mála. Við höfum haft það ósköp rólegt…

  • Gleðileg jól.

    Núna þegar jólahátíðin er um það bil að ganga í garð, þá hugsa ég til ykkar kæru vinir nær og fjær og óska ykkur og fjölskyldum ykkar sannrar jólagleði og friðar hvar í heiminum sem þið eruð stödd. Ég óska ykkur einnig velfarnaðar og vona að árið 2007 verði okkur öllum gott. Þakka ykkur fyrir…

  • Jólatími í sundlauginni.

    Það var síðasti dagurinn í vatnsleikfiminni fyrir jól og að vanda voru aðalljósin slökkt, en rauð og græn ljós voru kveikt í kíraugunum ofan í innilauginni og vörpuðu þau jólalegri birtu á vatnsflötinn. Svo var komið fyrir fljótandi borði með skrauti og nammi úti í grunnu lauginni. Eftir að við höfðum puðað smávegis í djúpu…

  • Úfin Ölfusáin og ójólalegt veður.

    Ég var aðeins á ferðinni úti áðan og hvílík tilviljun, myndavélin var með í för 🙂 Ég fór auðvitað niður að Ölfusánni til að sjá hversu mikið hún hefur vaxið síðan í gær. Það er talsverð aukning en ekki eins mikið af klakastykkjum að veltast um í henni eins og í gær. Ég stoppaði nú…

  • Kveðja frá Jólastressu.

    Ég held að ég sé alveg að missa mig í að skreyta hjá mér fyrir jólin þrátt fyrir það að ég var búin að ákveða og einnig að lýsa því yfir að nú ætlaði ég bara að skreyta lítið. Ég hef verið að hugsa um hvað það sé nú mikil della að vera að þessu…