Author: Ragna

  • Móðir minnir á sig.

    Á aðventunni hugsar maður oft mikið til þeirra sem ekki eru lengur á meðal okkar og ekki síst til foreldranna og jólanna á bernskuheimilinu. Mér fannst því táknrænt, þegar ég var að stressast um með ryksuguna einn daginn og heyrði allt í einu fyrir aftan mig að eitthvað féll í gólfið. Ég þorði varla að líta…

  • Fimleikasýning í dag og gisting í ömmuhúsi.

    Það liggur ungur sveinn í litlu ferðarúmi við hliðina á ömmu þegar hún skrifar þessar línur. Amma þorir ekki að taka mynd af litla fallega englinum því ekki má vekja hann. Í næsta herbergi sofa svo systkinin Karlotta og Oddur Vilberg svo það má segja að gestkvæmt sé í ömmuhúsi. Í dag var fimleikasýning, þessi…

  • Fallegir dagar í desember.

    Það mætti ætla að maður væri upp fyrir haus að jólast og þessvegna ekki haft tíma til að blogga, en það er nú allt í rólegheitunum hérna hjá mér, kannski of miklum. Ég er bara svona að smá dunda mér með tusku og setja upp eitthvað af jóladóti. Ég hef verið eitthvað svo ótrúlega löt…

  • Löt í dag en á það inni.

      Er það ekki alveg dæmalaust að þegar maður er búinn að ákveða að vera voða duglegur þá lekur maður niður fyrir framan tölvuna og hugsar til bloggvina sinna og hvað þeir séu nú að gera þessa stundina, í stað þess að draga fram hveiti og sykur og hefjast handa við jólabakstur. Þetta er það…

  • Að hætta störfum.

    Það er þetta með breytingu á lífi manns við að hætta að vinna.  Ég hef enga trú á því að afi leggist í kör ef hann hættir að vinna. Mín reynsla (en égþurfti allt of  snemma að hætta að vinna) er sú, að það sé svo margt sem gaman er að fást við, að tíminn…

  • Helgin í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.

    Síðasta helgi var alveg frábær og mikið að gera. Ég fór í bæinn á föstudaginn ásamt Karlottu og Oddi Vilberg, en þau voru að fara í helgarferð til pabba síns í Kópavoginn. Eins og alltaf í slíkum ferðum var sungið fyrir ömmu alla leiðina og þá meina ég alla leiðina. Að þessu sinni var m.a.…

  • Meira en nóg.

    Já það er satt. Það er sko komið nóg af músasögum í bili a.m.k. Það hefur ekkert merki um mús sést síðustu daga. Músakassinn hans Hauks með koníaksbleyttu súkkulaði í hefur ekki tælt neitt til sín og þar að auki er komið hátíðnitæki í skúrinn, sem á að fæla allt nema eigendur skúrsins í burtu…

  • Hér kemur gamla músasagan.

    Það er ekkert nýtt að frétta af gæludýrinu sem gerði sig heimakomið í bílskúrnum um daginn. Nú er Haukur búinn að kaupa kassa sem hann hefur sett fullt af súkkulaði í og músin á síðan að nást lifandi úr kassanum, en hún þarf að fara inn í hann til að sækja sér nammið og kemst…

  • Hugleiðing um sjarma árstíðanna.

    Ég er stundum að hugsa um hvað við eigum gott að eiga svona skýrar skiptingar á árstíðunum og hvað við eigum okkur skemmtilegar hefðir til að brjóta upp skammdegið með. Það jafnast auðvitað ekkert á við vorið, þegar sól hækkar á lofti og lækir þiðna, græn slikja færist yfir grasið, tré og blóm byrja að…

  • Ein í vanda

    Ja, nú er úr vöndu að ráða. Fyrir helgina í frostakaflanum tók ég eftir einhverjum svörtum smákornum í bílskúrnum. Ég sópaði þeim upp en sá svo nokkur slík annarsstaðar daginn eftir. Mig grunaði strax hvað þetta gæti verið og hvaðan það hefði komið því ég hef heyrt fólk hér í kring kvarta yfir að fá…