Author: Ragna

  • Fullt að gera um helgina en lasarus í dag.

    Já í dag er ég hálfgerður lasarus eftir annasama helgi. Ekkert stóralvarlegt, bara hálsbólga, höfuðverkur, beinverkir og leti. Ég mátti samt til með að setjast aðeins við tölvuna og setja inn smá pistil. Ragnar litli er líka kominn með einhverja pest, þetta ku vera að ganga núna í kuldanum. Helgin var nokkuð annasöm. Ég skrapp…

  • Mikið að gera alla helgina.

    Það verður svo mikið að gera um helgina að ég veit að ég á ekki eftir að setjst við tölvuna og blogga, í mesta lagi næ ég að kíkja aðeins  til ykkar en ég er þó ekki viss um það.  Ég gef kannski skýrslu eftir helgi en núna vil ég bara segja,  Njótið vel helgarinnar.…

  • Gamlar minningar um 16. nóvember

    Hún föðuramma mín Símonía Jónsdóttir var fædd á þessum degi 16. nóvember árið 1885 en dó í mars 1964 eftir að drukkinn ökumaður ók á hana þegar hún var að ganga yfir götu á leið í strætó. Afi minn dó tveimur árum áður en ég fæddist og reyndar voru báðir foreldrar móður mnnar líka dánir…

  • Svarta jólatískan.

    Þetta hefur ekkert með fatastíl að gera, en fyrst ég hef ekki náð mér alveg úr nöldurgírnum, þá er líklega best að halda bara tuðinu áfram. Það sem ég ætla að tuða um í dag er ný tíska í jólaskreytingum. Svart skal það vera. Já kolsvart. Svartar slaufur og svört kerti, svartar stjörnur og kúlur,…

  • Mýrin.

    Við Haukur sáum Mýrina um daginn. Það var gaman eftir lestur bókarinnar að fá síðan að sjá persónurnar á hvíta tjaldinu. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um myndina því það hæla henni allir í hástert og finna ekkert að henni. Ég er auðvitað bara gömul nöldurkerling sem ætla að láta það…

  • Yndislegur dagur í gær.

    Fyrst vil ég þakka ykkur öllum fyrir afmæliskveðjurnar í gær, þeim sem skrifuðu í orðabelginn, þeim sem hringdu til mín, þeim sem sendu SMS og ekki síst þeim sem komu í heimsókn. Alveg er það yndislegt að vita að maður á svona marga góða að. Svo kom hér einn inn um dyrnar sem fékk auðvitað…

  • Nýr dagur til að þakka fyrir.

    Í dag ætla ég að þakka fyrir alla góðu dagana mína og fyrir það að hafa fengið að vakna hress og kát í morgun til að takast á við enn einn daginn sem mér er úthlutaður. Ég hugsa sérstaklega um þetta núna á þessum sunnudegi. Ég hugsa líka um það að ekki eru allir eins…

  • Svefn og kleinur.

    Ekki hélt veðrið fyrir mér vöku í nótt eins og ég hafði allt eins búist við og þegar ég vaknaði í morgun var allt með kyrrum kjörum hér. En þar sem ég var einu sinni skáti þá er maður auðvitað alltaf skáti og alltaf viðbúinn. Á náttborðinu hjá mér var ég því með vasaljós ef…

  • Gaman í ömmubæ í dag en beðið eftir óveðri í nótt.

    Í dag þurfti Guðbjörg að mæta í Kennaraháskólann út af framhaldsnáminu svo amma átti von á  smáfólki ýmist til lengi eða skemmri dvalar. Rétt fyrir klukkan átta í morgun hringdi dyrabjallan hjá ömmu og Guðbjörg stóð fyrir utan dyrnar með lítinn dúðaðan böggul sem brosandi andlit gægðist út úr. Amma var nú ekki sein á…

  • Að verða ástfangin af – jólasveini og það í byrjun nóvember.

    Ég byrjaði nú að segja frá saumaklúbbsferðinnii minni þegar ég fór að tala um heilbrigðiskerfið svo bæjarferðin datt bara uppfyrir svo og annað þá helgi. Það var auðvitað mikið fjör í saumaklúbbnum eins og alltaf. Ekki leist mér nógu vel á að keyra aftur austur um miðnættið í leiðindaveðrinu sem þá var, svo ég skellti…