Author: Ragna

  • Vangaveltur um heilbrigðiskerfið.

    Ég fór í bæinn á fimmtudaginn því fyrir lá að fara til Sonju í saumaklúbb um kvöldið en hún hafði boðið í mat. Ég fór snemma því ég ætlaði að heimsækja hana tengdamömmu og Ingabjörn. Ég ætlaði líka að líta inn hjá honum Einari mági mínum og Ingu en þar var enginn heima. Tengdamamma er…

  • þarf ekki að þegja lengur.

    Fyrir utan það hvað það er erfitt fyrir málglaða manneskju eins og undirritaða að þurfa að þegja þá er ekki síst erfitt að eiga að þegja yfir einhverju sérstöku en það er nokkuð sem ber að virða. Ég hef vissulega vitað það í nokkra mánuði að ég ætti aftur von á barnabarni en var beðin…

  • Haustfrí.

    Það var komið að vetrarfríhelginni í skólanum hér í Árborg þessa nýliðnu helgi og eins og tvö síðustu haust þá var ákveðið að fara í bústað þessa daga – og ömmu og afa var boðið með. Ömmu fannst hún nú ekkert eiga það skilið núna að fara með því hún hefur ekkert passað eftir skóla…

  • Mikið að gera.

    Alllt gott að frétta af mér þessa fyrstu vetrardaga. Mér brá samt nokkuð í morgun þegar ég leit út en þá var svona umhorfs á pallinum  Það er alveg augljóst að Vetur konungur er buinn að marka sér næstu árstíð svo nú þýðir ekkert fyrir óútsprungnar rósir eða lítil blóm að vera að reyna að…

  • Hlerunarmálin.

    Við hittumst í saumó um daginn nokkrar kellur á aldrinum 60+ og fórum að ræða hlerunarmálið. Allar mundum við þann tíma þegar skruðningar voru meira og minna í símanum og þegar manni bráð lá á að hringja þá fékk maður ekki són heldur samtal einhvers fólks sem maður kunni engin deili á.  Fróðlegt væri að…

  • Fyrsti vetrardagur .

    Nú er Vetur konungur formlega genginn í garð og þó hann hafi ekki mætt með neinum látum þá lét hann vita af komu sinni með köldum gusti en Sumar drottning virðist hins vegar eitthvað hafa ruglast í ríminu og veit ekki hvort hún er að fara eða koma. Hún er núna loksins að koma með…

  • Gluggaveður- heilabrot – lausn mála.

    Í gær var ferlega hvasst og kalt en sólin skein og því alveg yndælis gluggaveður. Hvað gerir maður svo í gluggaveðri? Auðvitað tilvalið þegar maður býr nú svo að segja í sveitinni að taka smá rúnt á bílnum. Hondan hans Hauks varð fyrir valinu og við fórum í óvissuferð. Við ætluðum kannski til Þingvalla og…

  • Hvalir eða ekki hvalir – það er nú stóra spurningin.

    Sjálfsagt á maður ekki að skrifa eða tala um það sem maður hefur ekkert vit á. En alltaf gjammar maður samt, þó oftast eigi maður frekar að þegja og hlusta á þá sem vitið hafa meira. Þannig er nú ástatt fyrir mér í sambandi við hvalveiðimálið. Það er nefnilega svo að ég elska hvalkjöt, og…

  • Lífið er línudans!

    Jæja þá er nú helgin löngu liðin og ekkert bloggað meira, það er nú meira hvað maður þykist vera upptekinn. Annars er það nú svo að stundum er alveg nóg um að vera en samt er maður alveg tómur þegar sest er við tölvuna. Við systur fórum að vanda í línudansinn á mánudagskvöldið og nú…