Author: Ragna

  • Mæðgnahelgi – jólakortagerð.

    Þá er Sigurrós komin í rútuna með allt sitt hafurtask á leið heim úr helgarleyfinu á Selfossi en ég er komin aftur heim í Sóltúnið þar sem allt í einu er eitthvað svo tómlegt eftir góðan félagsskap um helgina. Á föstudaginn ákvað ég að fara nú bara í Kópavoginn og sækja Sigurrós og allt dótið…

  • Tengdaforeldraheimsóknir.

    Já það má nú eiginlega kalla þessa viku tengdaforeldraviku því á mánudaginn kom Jens tengdapabbi Sigurrósar í heimsókn en hann hefur verið á NLFI í Hveragerði um tíma og vildi líta inn áður en hann færi aftur í bæinn. Við Jens höfum alltaf um nóg að spjalla og ekki spillir að á næsta ári eigum…

  • Áframsendur texti sem ég fékk frá góðri vinkonu.

    Sagan segir að tveir vinir hafi gengið í eyðimörk. Á leiðinni fóru þeir að rífast, og annar vinurinn gaf hinum létt á kjammann.   Honum sárnaði, en án þess að segja nokkuð skrifaði hann í sandinn; "Í DAG GAF BESTI VINUR MINN MÉR, EINN Á ´ANN!"   Þeir gengu áfram þangað til þeir komu að vatnslind og…

  • Mikið að gera síðustu daga.

    Svo þið haldið ekki að leiðindapúkinn hafi haldið áfram að ásækja mig þá er ástæða þess að ég hef ekki párað neitt í dagbókina mína síðustu daga sú, að það hefur verið svo margt skemmtilegt að gerast að ég hef einfaldlega ekki mátt vera að því að setjast við skriftir. Ég fór í borgina eftir…

  • Púkalegur dagur í gær.

    Suma daga er maður bara í uppreisn við sjálfan sig. Þannig dagur var hjá mér í gær. Ekki veit ég hvort hægt er að kenna veðrinu um svona daga. Ég held ekki í þetta sinn því það var bara alveg ágætis veður en ég vaknaði bara svona byltingarkennd. Það byrjaði með því að ég varð…

  • Gullkorn

    Það er alltaf öðru hvoru sem gullkorn rata af munni barnanna. Mér er t.d. alltaf minnisstætt þegar Guðbjörg mín var lítil og hafði lent í einhverjum hremmingum sem ég man nú ekki lengur hverjar voru, en ég man alltaf svarið hennar þegar ég spurði hvort hún hefði ekki orðið hrædd " Nei,nei ég náttúrulega beit bara…

  • Meira útstáelsið.

    Enn gerði Alcan vel við starfsmenn sína.  Í gærkvöldi var boðið til kvöldverðar og tónlistarveislu. Tilefnið var að það tókst svo vel að ræsa upp öll kerin eftir straumrofið sem varð í sumar. Rannveig Rist sagði í ávarpi sínu að það vekti heimsathygli hvað það tókst fljótt og vel að koma verksmiðjunni í gang aftur,…

  • Kannist þið nokkuð við þetta?

          Ég óska ykkur öllum   góðrar helgar  🙂

  • Myrkvaðir dagar og minningar.

    Ég var hálf skúffuð yfir því  að við í Árborg skyldum engan þátt taka í myrkvuninni í gærkveldi. Það var ekki alveg skýjað hérna svo hugsanlega hefðum við séð eina og eina stjörnu á himni. En þó við hefðum ekki séð stjörnurnar þá er alltaf einhver sjarmi yfir því þegar allt myrkvast. Það rifjast upp…

  • Sumir dagar góðir – aðrir verri.

    Við Haukur skruppum í smá ferð í gær og tókum Karlottu með okkur. Afi smurði nesti og lagaði kaffi og við fórum upp í Reykjadal, kroppuðum aðeins ber og nutum þess að vera úti í góða veðrinu og sitja og borða saman nestið okkar. Svona höfðum við það huggulegt Svo var alveg yndislegt sólarlagið í…