Author: Ragna

  • Einkennileg frétt.

    Mér var starsýnt á frétt á baksíðu Moggans í morgun. Stærsta fyrirsögnin hljóðaði svo: "Ný leið til að smygla fíkniefnum opin" og svo í framhaldinu með aðeins smærra letri: "Litlar flugvélar geta smyglað fíkniefnum til landsins án þess að sjást á ratsjá". Til hliðar er svo svartletrað merkt "Í hnotskurn" þar sem er m.a. þetta:…

  • Dagur tvö í ömmuhúsi- lausnin fundin.

    Áður en amma fór að sækja unga sveininn í gærmorgun var hún búin að raða á eldhúsborðið því sem hugsanlega þyrfti að nota til að koma drykkjarföngunum upp í munn og ofaní maga á þeim stutta. Svona leit nú úrvalið út. Það er skemmst frá því að segja að þessi mjög svo ákveðni ungi maður…

  • Kínversk speki – fallegur texti.

    Hún Sigurrós mín sendi mér þennan texta í gær og mér finnst hann svo fallegur að ég má til að leyfa fleirum að njóta. Gömul kínversk kona átti tvo leirpotta sem hún hengdi hvorn á  sinn endann á langri stöng sem hún bar á öxlum sínum. Á hverjum degi sótti  hún vatn langa leið í…

  • Nóg að gera í ömmuhúsi.

    Amma er með gest í heimsókn núna í tvo daga. Gest sem er sóttur heim til sín fyrir klukkan átta á morgnanna og sóttur aftur í ömmuhús síðdegis. Fyrri dagurinn var í dag. Gesturinn var bara furðu ánægður með heimsóknina fram yfir hádegi, sat m.a. við gluggann i stofunni og var hugfanginn af því að…

  • Sá stutti aðeins að hressast.

    Hann minnsti stubbur hefur átt heldur bágt undanfarna daga því hann var kominn með eyrnabólgu ofan á það að hafa verið að taka tvær tennur og vera með bakflæði sem reyndar orsakar oft eyrnabólgu. Já það er ýmislegt, sem maður verður að kljást við þó maður sé aðeins 5 mánaða gamall. Nú er hann kominn…

  • Sólarlagið í kvöld.

    Svona var fallegt sólarlagið í kvöld er ekki tilveran dásamleg

  • Dýravinurinn Steve Irvin látinn

    Ég ætlaði ekki að trúa því þegar ég heyrði fréttina um að Steve Irvin væri látinn. http://news.bbc.co.uk/2/hi/asia-pacific/5311298.stm Ég elskaði að horfa á hann og þau hjónin meðan ég var með Breiðbandið og gat horft á Animal Planet.  Þau voru svo einstaklega samhent hjónin við að bjarga dýrum, aðallega krókódílum, sem lifðu við slæman aðbúnað og fluttu þau í ný…

  • Rifsberjahlaup

    Í dag, laugardag höfum við mæðgur verið í sultugerð og bjuggum til ógrynni af Rifsberjahlaupi. Aðferðin okkar er mjög einföld og fljótleg en fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í sultugerðinni, þá setti ég hana inn á uppskriftarvefinn því ég tók eftir því í gær þegar ég ætlaði að skoða uppskriftir af…

  • Á fimmtudaginn komu þær Borghildur dóttir Hauks og Leonora afastelpa í heimsókn til okkar. Þær komu um hádegið og stoppuðu fram eftir degi. Leonora stækkar ört og er orðin spennt að byrja í skóla á næsta ári.  Svo smellti ég einni af þeim Borghildi og Hauki.    ———————————-    

  • Lífið hefur upp á margt að bjóða.

    Þá er nú sumrinu að ljúka, en þrátt fyrir leiðinlegt veður þá hefur þetta verið gott sumar og mikið búið að fara og gera en það er svo greinilegt að haustið er að byrja. Það er svo margt sem gerir að maður tekur eftir þessari árstíð. Skólinn er byrjaður og Haukur var að fara í…