Author: Ragna

  • Getur verið að veturinn sé að koma???

    Mikið rosalega var kalt í morgun, hitinn á mælinu norðan megin var rétt yfir 5°um áttaleytið . Við fundum reyndar í gær hvað það var farið að kólna í lofti. við vorum nefnilega úti að mála grindurnar á pallinu og manni var orðið hræðilega kalt þegar leið á daginn. Ég varð svo slæm af gigtinni…

  • Saumaklúbbsferðin

    Ég var svo spennt að fara í sumarbústaðinn með saumaklúbbnum að ég var búin að pakka dótinu mínu í bílinn á föstudagskvöldið. Það var svo sem ekki mikið sem þurfti að taka með sér nema sæng og tannbursta en svo smá bætist nú alltaf eitthvað við. Ég pakkaði t.d. niður kampavínsflösku sem við höfum átt…

  • Gaman, gaman

    Það stendur mikið til hjá mér um helgina þegar við stelpurnar í saumaklúbbnum (ég er sko yngst)  förum saman til einnar í sumarbústað og ætlum að gista. Vonandi eru engir bústaðir mjög nálægt því þá þyrfti að vara fólk við svo það geti verið búið að útvega sér eyrnatappa. Það eru líklega ein 10 ár…

  • Græni liturinn.

    Nú er komið að því að sýna ykkur litinn á pallinum hjá mér. Hvernig finnst ykkur nú hafa til tekist? Birtan er nú þannig á þakinu á þessari mynd, að það sést ekki vel græni liturinn á því en hann er nánast sá sami og á kantinum. Við byrjuðum á því að mála tvær hæstu…

  • Hvílíkir pjakkar.

    Já það var mikið um að vera í Grundartjörninni í dag þegar þar var haldin sjóræningjaveisla. Eftir hádegið fylltist sem sé allt af sjóræningjum svo það lá við að amma yrði smeik. Það varð úr að Magnús Már, sem er langt frá því að vera orðinn frískur eftir kirtlatökuna í síðustu viku færi í flóttamannabúðir…

  • Ömmustubburinn 7 ára í dag 22. ágúst.

    Ömmustubburinn minn hann Oddur Vilberg á afmæli. Það verður nóg að gera hjá honum í dag því það er fyrsti almenni skóladagurinn og svo fær hann vini sína í veislu eftir hádegið. Hann er enn ekki búinn að gefa merki um að hann sé orðinn of stór til þess að láta  kalla sig ömmustubbinn minn.…

  • Hún á afmæli í dag

    Hún Edda Garðars æskuvinkona mín sem mér þykir svo vænt um á afmæli í dag. Við eigum sameiginlega mikið safn af minningum frá uppvaxtarárum okkar á Kambsveginum og allar götur síðan og höfum deilt saman gleði og sorgum. Það er ekkert til betra en að eiga góða vinkonu. Ég las einhversstaðar að vini gæti maður…

  • Brúnt eða grænt?

    Hvílíkt rjómaveður í gær og í dag. Haukur, sem er svo duglegur að taka til hendinni ákvað að nú væri veður til þess að taka í gegn og bera á hurðirnar út á pallinn og síðan síðan skyldi pallurinn sjálfur olíuborinn. Hér vandar hann sig við að bera á stofuhurðina eftir að pússa hana alla…

  • Lakkrísinn og fleira gott.

    Ætli íslenski lakkrísinn sé sá besti í heimi? Ég fer að halda það. Svanfríður segist vilja fá sem flesta gesti svo hún fái mikinn lakkrís og hún býr nú í Ameríkunni þar sem allt fæst.  Á óskalista hjá dóttur Hauks í Danmörku var nr. 1 að við kæmum með lakkrís. Það voru líka ófáar sendingarnar…

  • Smá heilabrot.

    Jæja, þá er lífið svona að færast í eðlilegt horf eftir ferðalög sumarsins og gestakomuna frá Englandi. Ótrúlegt hvað það hefur orðið mikið úr sumrinu þó ekki hafi nú gefist margir dagar til þess að sitja á blessuðum pallinum okkar. Þó fékk ég tækifæri til þess þegar Linda bloggvinkona kom í heimsókn með góða veðrið…