Author: Ragna

  • Hann á afmæli í dag.

    Hann Jóhannes Birgir (Jói) tengdasonur minn á afmæli í dag og auðvitað fær hann allrabestu afmæliskveðjur frá tengdamömmu. Hér eru þau hjónakornin Sigurrós og Jói.

  • Góðir gestir farnir heim.

    Ég hef haft góða gesti í heimsókn í nokkra daga og þess vegna ekki haft nokkurn tíma til að líta á tölvuna. Þetta voru þau Angela og Alick góðir vinir mínir frá Englandi. Þau komu síðast til okkar Odds heitins fyrir 26 árum og létu nú loks verða af því að koma til Íslands aftur.…

  • Hitti bloggvinkonu í dag.

    Í dag gerðist það helst að sólin skein glatt sem aldrei fyrr. Ég byrjaði daginn á því að fara í klukkutíma göngutúr eins og í gær. Þegar Haukur kom svo úr ræktinni þá settumst við hérna út á pall og fengum okkur morgun/hádegissnarl og lásum dagblöðin. Svo, eins og alltaf þegar sólin skín svona glatt,…

  • Kínversk speki.

    Hún Sigurrós mín sendi mér þennan texta sem hún hafði fengið sendan frá tengdamömmu sinni. Ég mátti til með að birta þetta hérna því mér finnst þetta svo fallegt. Gömul kínversk kona átti tvo leirpotta sem hún hengdi hvorn á sinn endann á langri stöng sem hún bar á öxlum sínum. Á hverjum degi sótti…

  • Ekki þarf nú mikla hvatningu.

    Ég þarf nú ekki mikla hvatningu til að stökkva út úr rammanum og slá til þegar eitthvað skemmtilegt býðst. Eins og annar tengdasonurinn, Magnús Már segir frá á vefnum sínum þá var farið í Sælukot föstudaginn 22.júlí. Ég var búin að lýsa því yfir að ég ætlaði að klára ýmislegt og vera heima, en seinni…

  • Sumarið komið ekki tími til að blogga í bili.

    Það hefur verið nóg að gera eftir að sumarið kom. Ég hef verið að laga til í kringum mig, þvo gluggana, slá og koma betra lagi á garðinn hjá mér.  Haukur er enn fyrir austan svo nú verður maður að spjara sig einn í garðverkunum og viðhaldinu. Það var bara eins og að vakna af…

  • Það er eins og gerst hafi í gær.

    Ég man þennan dag árið 1979 eins og hann hafi verið í gær. Veðrið þá var yndislegt eins og veðrið er í dag. Þetta var dagurinn sem hún  Sigurrós mín kom í heiminn.  Það gekk nú ekki þrautalaust fyrir sig, hvorki hjá mér eða henni, og leit ekki vel út. En fyrir rest þá höfðum…

  • Tími til að kætast.

    Um fimmleytið í gær for að rofa til á himninum enda hafði þá allt regn himinsins hellst yfir okkur og ekki meira eftir – alla vega ekki í bili.  Kannski að kirkjuferðin mín hafi haft svona góð áhrif eða kvartið á netinu.  Sama hvaðan gott kemur SUMARIÐ ER  KOMIÐ   Siggi Stormur lýsti því a.m.k.…

  • Stress og ekki stress.

    Þegar ég vaknaði í morgun þá tók ég þá ákvörðun að skreppa í messu og stóð við þá ákvörðun mína og fór í morgunmessu í Selfosskirkju til Gunnars Björnssonar. Það hafa nú oft verið fleiri í messu en í dag en þó var vel messufært. Flestir voru svona á þeim aldri að vera fæddir um…