Author: Ragna

  • Vildi ekki skipta.

    Hún Þórunn vinkona mín í Portúgal veltir réttilega fram þeirri spurningu hérna í orðabelgnum, hvað sé gott veður? og hvað sé slæmt veður? Hún bendir á að þegar allt sé að fara á flot vegna rigninga hjá okkur þá sé allt að skrælna í þurrkinum hjá þeim þar sem hitinn er nærri +40°. Ég, sem…

  • Æ, það er svo leiðinlegt að vera neikvæður.

    Ég sá það strax og ég var búin að lesa sjálf rigningarkvörtunarpistilinn minn, að ég vildi ekki láta svona neikvæðan pistil standa lengi svo ég ákvað að finna eitthvað skemmtilegra til að skrifa um og viti menn það reyndist af nógu að taka, þrátt fyrir allt votviðrið. Dagurinn í gær var nefnilega alveg bráðskemmtilegur. Ég…

  • Hún á afmæli hún Erna, hún á afmæli í dag.

    Til hamingju með daginn elsku Erna mín. Hún Erna systurdóttir mín á afmæli í dag og vonandi skín sólin glatt á Bornholm þar sem hún býr. Ég man alltaf eftir því þegar hún fæddist. Ég var aðeins 7 ára og hafði alltaf langað til að eignast yngra systkini en fékk ekki þá ósk uppfyllta. Síðan…

  • Að smíða sér örk..

    Svei mér þá, ég var að hugsa um það í morgun að líklega væri öruggast að hefja undirbúning að því  að því að smíða sér örk eins og hann Nói blessaður var svo fyrirhyggjusamur að gera og mér finnst að það eigi að veita okkur sunnlendingum ríflegan fjárstuðning  til verksins – mér er alveg saman…

  • Norður-austur og heim aftur.

    Þá er best að snúa sér að ferðasögunni. Við ókum norður í samfylgd Guðbjargar og Magnúsar Más. Við lögðum snemma af stað því fyrstu helgina í júlí er alltaf mikil umferð á þjóðvegunum. Við höfðum nú lúmskt gaman af því þegar bíll sem hafði verið að sperrast á fleygiferð framhjá langri röð bíla sem ók…

  • Heim í hreiðrið.

    Jæja þá var ég nú að koma heim í hreiðrið mitt eftir 10 daga ferðalag hringinn í kringum land. Ég kom bara heim fyrir hálftíma og þið megið geta þvisvar hvað það var sem ég byrjaði á að gera???   Já auðvitað gátuð þið það í fyrsta – kveikja á tölvunni , hvað annað. Ég hlakka…

  • Bara smá mal fyrir svefninn.

    Mikið er veðrið búið að vera einkennilegt í dag. Ýmist hefur verið sól eða eins og himnarnir hreinlega opnist og rigning og haglél hefur streymt niður. Svo hefur verið ótrúlega hlýtt í dag.  Ég gat nú ekki annað en vorkennt krakkagreyjunum sem voru í unglingavinnunni en þeir voru að vinna hérna í grasmöninni handan við…

  • Kirkjugarðarnir.

    Mikið óskaplega hefur mér liðið illa yfir því að vera ekki búin að fara og athuga hvernig leiðin í kirkjugarðinum litu út. Við ákváðum því í gær að fara í kirkjugarðsferð til borgarinnar. Við byrjuðum í Gufunesinu og dyttuðum að leiði Odds heitins. Veðrið var svo yndislegt að maður gat bara verið á stuttermabol í…

  • sumar, sumar sumar og…….

    Ég sé að ég hef ekkert skrifað í ástkæru dagbókina mína í marga daga, reyndar ekki í heila viku. Það hefur verið eitthvað svo ótrúlega erilsamt hjá mér og svo hef ég verið Sælukoti í nokkra daga og þar er jú engin tölva svo ég á mér nokkrar málsbætur. Á föstudaginn fórum við Haukur með…

  • 19. júní ferð okkalr Karlottu.

    Við Karlotta héldum uppi heiðri kvenna og fórum í kvennaferð 19. júní. Fyrir nokkru kom bréf frá kvenfélaginu hérna þar sem auglýst var fjölskylduferð í Haukadalsskóg að kvöldi 19. júní í tilefni dagsins og það átti að taka með sér nesti og gesti. Karlotta var til í að koma með ömmu og auðvitað höfðum við…