Author: Ragna

  • þjóðhátíðardagurinn 2006

    Hvað skal til bragðs taka þegar 17. júní virðist ætla að vera rigningardagur? – en skrítið!!! Við hér austan fjalls vildum vera við öllu búin og gerðum varaáætlun. Í þetta skiptið brást veðurspáin ekki, hún gerir það nefnilega aldrei ef spáin er slæm, svo varaáætlunin var snarlega tekin til framkvæmdar og það var brunað á…

  • Aðeins meira úr Danmerkurferðinni..

    Það hefur verið nóg að gera eftir heimkomuna og lítill tími eða kraftar til að halda áfram með ferðasöguna. Sigurrós kom austur og var í tvær nætur hjá okkur og við notuðum tækifærið og grilluðum saman Grundartjarnarfjölskyldan og við hérna í Sóltúninu. Í dag fórum við Haukur svo í Hveragerði að kaupa blóm í garðinn…

  • Ferðasagan okkar – fyrsti hluti

    Við vorum svo heppin að hann Eiki tengdasonur Hauks tók á móti okkur í Billund til þess að aka bílaleigubílnum okkar niður í Vemmingbund. Það var ausandi rigning og komið myrkur svo við vorum aldeilis fegin að þurfa ekki að vera að villast þarna alla nóttina og húsið í Vemmingbund hefðum við aldrei fundið fyrr…

  • Halló, hér er ég

      Komin heim eftir mjög góða Danmerkurferð.   Við komum heim í nótt og ætluðum að sofa út en konan vaknaði korter fyrir átta í morgun og ekki viðlit að koma sér aftur í svefngírinn eftir þennan tæplega 5 tíma svefn.   Við vorum svo þreytt þegar við komum austur í nótt að töskurnar standa…

  • Tek pásu

    Jæja þá er komið að því að taka sér smá bloggfrí og skreppa aðeins af bæ. Við höfum verið að ganga frá því litla sem hægt er ennþá að gera í garðinum. Ræktunin mín á sumarblómafræjunum fór illa í kuldanum sem verið hefur undanfarið svo ég bind ekki miklar vonir við blómskrúð í þeim pottum.…

  • 26. mars – 26. maí

    í dag eru tveir mánuðir liðnir síðan hann nafni minn Ragnar Fannberg fæddist. Þessi mynd sem pabbi hans tók nýlega gæti heitið "Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig" Svo hefur pabbi hans líka tekið tvö myndskeið af honum sem má sjá hérna. Svo á hann Ragnar Fannberg von á…

  • Kuldakast en samt hlýtt.

    Það er nú meira hvað það er búið að vera kalt undanfarið, frost á nóttunni en stíf norðanátt og kuldi á daginn. Það voru allir svo glaðir um daginn þegar hitinn fór í yfir 20 stig í nokkra daga og maður hélt að vorið væri komið með svona miklum elegans en það var of gott…

  • Að sofa í góðum rúmum.

    Í gær gáfum við okkur, þrátt fyrir nokkurt annríki síðustu daga, tíma til að skreppa aðeins í bæinn í alveg ákveðnum erindagjörðum. Oftast er það nú svo að þegar fólk hefur verið saman í ákveðinn tíma þá eignast það barn saman og skiptir þá ekki málið hvert rúmið er eða hefur verið.  Nei, verið alveg róleg, ég er…

  • Æskuvinkonuhittingur.

    Hún Edda Garðars æskuvinkona mín kom austur til mín á föstudaginn og var hérna í sólarhring. Ég var orðin svo spennt á föstudaginn að ég gat varla beðið eftir því að hún kæmi austur. Það er nefnilega þannig að þó að maður eignist góða vini um ævina þá er einhvern veginn ekkert sem jafnast á…

  • Aðeins meira, svo lofa ég að hætta.

    Þá er þessi blessuð Evróvision keppni að baki. Aldrei áður hef ég orðið vitni að annarri eins móttöku á keppanda á sviði og Sylvíu Nótt nú. Í staðinn fyrir fagnaðarlæti þegar hún kom inn þá baulaði salurinn á hana og í lokin var ekki minna baulað. Hverju hefur nú allt glamorið og þessi dýra umgjörð…