Author: Ragna

  • Nöldurskjóðan ég

    Nú líður að því að við fáum að vita hverjir komast áfram í Eurovision keppnina um helgina. Mikið hefur nú þessi keppni breyst og mikið vatn runnið til sjávar síðan Dana söng " All kinds of everything". Ég gleymi því aldrei hvað hún var látlaus og yndisleg. Nú orðið snýst keppnin um allt annað en…

  • Dómgreind og ekki dómgreind.

    Í tilefni af atburðum og umræðum hérna í Árborg síðustu daga þá hefur orðið dómgreind verið talsvert notað. Það eru margir í sárum vegna dómgreindarleysis frambjóðanda sem sem flutti hér austur og kom eins og hvítur stormsveipur inn í politíkina og blés auknu lífi í flokk sinn, sem var orðinn fastur í viðjum vanans –…

  • Kristínar- ruglingur.

    Það var hringt í mig, fyrir svona hálfum mánuði, þar sem ég var að borga vörurnar mínar við kassann í Krónunni, og ég minnt á tímann minn hjá Kristínu. Ég spurði hvort ég mætti ekki hringja þegar ég væri komin heim því ég væri ekki með penna á mér og vildi skrifa þetta hjá mér.…

  • Enn eitt afmælisbarnið.

    Ég ætla ekki að gleyma að senda honum Magnúsi Aðalbjörnssyni tengdaföður Guðbjargar minnar mínar allra bestu afmæliskveðjur og ekki efa ég að Haukur hefði sent kveðju ef hann væri heima. Hérna er mynd af höfðingjanum í góðum félagsskap með litla afastrákinn sinn Ragnar Fannberg í fanginu og hin horfa hugfangin á  

  • Konuhelgin

    Já það var konuhelgi hjá okkur mæðgum en hann litli nafni minn fékk þó að ver með okkur. Magnús Már var í fjallgöngu á Þríhyrning með kennurunum í Vallaskóla og Jói var skilinn eftir í Kópavoginum. Þið getið lesið um fjallgönguna hans MM hér og skoðað myndirnar úr fjallgöngunni. Við Sigurrós byrjuðum laugardaginn á því…

  • Nóg að gera um helgina

    Ég átti að skila kærri kveðju til ykkar frá Hauki og þakka ykkur fyrir afmæliskveðjurnar. Það hefur sko verið nóg að gera hjá mér. Við Haukur héldum áleiðis til borgarinnar um hádegi á föstudag með bæði afmælistertur og barnabörnin. Það var reyndar af öryggisástæðum aðskilið svo Haukur tók afmælisterturnar í sinn bil og ég barnabörnin…

  • Opnun málverkasýningar í gær og afmæli Hauks í dag.

    Fyrst af öllu: Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Haukur. Hann á afmæli í dag. Elsku Haukur minn til hamingju með daginn. —————– Í gærkveldi opnaði hann Jón Ingi mágur minn málverkasýninguna sína á Eyrarbakka. Við Haukur mættum auðvitað á staðinn og ég leyfði myndavélinni að koma…

  • Gærdagurinn.

    Við Haukur byrjuðum daginn á því að ganga í rúman klukkutíma. Við fórum rakleitt út á skógarstíginn sunnan við Selfoss og gengum hann og síðan fáfarnar götur, yfir Gestskóg og niður að á og meðfram ánni heim. Mikið var þetta hressandi og gott í morgunsárið. Síðan var ýmislegt sem ég þurfti að stússast við eins…

  • Kvenfélagsfundur í vorblíðunni í Þrastarlundi.

    Fyrst ætla ég að óska honum Simma systursyni mínum til hamingju með afmælið í dag 10. maí. Ég var ekkert búin að gleynma þér Simmi minn en ég hafði bara ekki tíma til að skrifa færsluna fyrr en núna. Ég vona að þið hafið fengið ykkur einn öllara í Kóngsins Kaupmannahöfn í tilefni dagsins. Við…

  • Allt og ekkert.

    Ég var að hugsa um það á sunnudaginn þegar við Guðbjörg fórum með krakkana í göngutúr, hvað það er mikill munur á stelpum og strákum. Oddur Vilberg og Karlotta voru bæði á hjólum. Karlotta hélt sig að mestu hjá okkur sem gengum með barnavagninn. Oddur hinsvegar hjólaði eins hratt áfram og hann mögulega gat og…