Author: Ragna

  • Og enn skín blessuð sólin.

    Ekki man ég nokkurn tíman eftir svona miklum hita í maí, það var varla einu sinni á sumrin sem hitinn fór í 18 – 19 gráður. En það sem flestir muna þó í maí er hvað það var alltaf gott veður og sól þegar verið var að lesa fyrir prófin. Þegar ég var að velta…

  • Listamaðurinn á afmæli í dag og …

    Já, hann Jón Ingi mágur minn á afmæli í dag 8. maí og ég óska honum til hamingju með daginn. Hann er að undirbúa opnun enn einnar sýningar á verkum sínum, en sú sýning opnar n.k. fimmtudagskvöld í Óðinshúsi á Eyrarbakka bernskuslóð Jóns. Tilvalið að kíkja þangað í sunnudagsbíltúrnum. Ég get nú ekki lýst staðsetningu…

  • Mannlífið skoðað.

    Já það má nú segja að sumarið hafi komið í dag. En sá sem kom fyrstur og gaf ömmu svo fínt sumarbros var Ragnar litli Fannberg sem fékk að vera hjá ömmu á meðan mamma fór með Karlottu á tónleika hjá Tónlistarskólanum en þar spilaði hún á fiðluna sína. Oddur þurfti að mæta upp í…

  • Sumarið að koma fljúgandi.

    Ég hef nú svo sem ósköp lítið að segja núna, en ætla að gamni að láta eina sögu af ömmustubbnum fylgja. Öll 7 ára börn fá gefins reiðhjólahjálma í skólanum í fyrramálið. Oddur Vilberg er mjög spenntur því hann verður 7 ára á árinu og fyllir því þennan hóp. Það kom spurningalisti heim með ýmsum…

  • Afmæli dagsins.

    4. maí er mjög góður dagur. Þennan dag fæddist systir mín Edda. Ég var svo heppin að hún fæddist 7 árum á undan mér svo ég naut góðs af því að eiga stóru systur sem leit til með mér. Það má líka segja að hún líti ennþá til með litlu systur því við búum á…

  • Nú skal Jazzað

    Loksins er nýi bíllinn minn kominn í hlað. Hann er nú sætur, finnst ykkur það ekki? Umboðið færði mér hann alveg heim að dyrum í morgun.  Misskilningurinn með litinn var frá umboðinu úti en það skráði alla liti sem voru í bláum lit á sama litanúmer. þetta uppgötvaðist svo ekki fyrr en minn hafði verið…

  • Saumaklúbbur, dansiball og garðrækt.

    Þá er kominn sunnudagur. Garðverkin bíða þess að ég bretti upp ermarnar, fari í gúmmískóna mína, snari mér út og taki til hendinni. Nú er maður fullur af endorfíni eftir góðan dag í gær. Það byrjaði með saumaklúbbnum um hádegið og síðan komu Guðbjörg, Magnús Már og nafni minn en ég var búin að bjóða…

  • Átti nýjan bíl í klukkutíma.

    Ég var búin að taka þennan föstudag frá í ákveðnum tilgangi og hef beðið spennt eftir því að þessi dagur kæmi. Þannig er að fyrir allnokkrum árum keypti ég mér hlutabréf Íslandsbanka og fékk á sínum tíma skattaafslátt þessi tvö ár sem ég keypti tilskilinn skammt af hlutabréfum. Tíminn hefur liðið og ég fylgst með…

  • Andleysi og annríki.

    Ég hef verið svo löt síðustu daga, en þarf virkilega að taka mig á og verða svolítið dugleg því ég ætla að hafa saumaklúbb í hádeginu á laugardag og get ekki einu sinni ákveðið hvað ég ætla að bjóða upp á. Svo er ég alveg bundin á morgun og verð í bænum á föstudaginn svo…

  • Mikið er alltaf gaman þegar einhver bankar óvænt uppá hjá manni. Ég sakna þess svo hvað fólk er hætt að þora að koma í heimsóknir nema því sé sérstaklega boðið. Ég var því mjög ánægð í morgun þegar dyrabjallan hringdi og hún Ásta sem er með mér í vatnsleikfiminni kom í heimsókn.  Ásta kenndi mér…