Author: Ragna

  • Tannálfar og heilarar

    Oddur ömmustubbur fór með mér í dag að láta ástandsskoða Pólóinn minn. Hann verður nú átta ára á árinu (þ.e. Pólóinn ekki Oddur) svo ég er að hugsa um að skipta honum út fyrir nýrri/nýjan til þess að vera öruggari á ferðum mínum. Oddur fylgdist með af áhuga þegar bíllinn var skoðaður og var alltaf…

  • Mikið að gera – allt svo ljúft.

    Það var yndislegt sólarlagið síðasta vetrardag. Ég fór í borgarferð á sumardaginn fyrsta. Af því að ég var nú búin að tala svo mikið um hvað það væri alltaf kalt þennan dag þá var auðvitað blíðskaparveður. Ég hitti Hauk á Austurbrúninni, en tilefni ferðarinnar var að fara til Borghildar dóttur Hauks, og vera í 5…

  • Ýmsar minningar frá sumardeginum fyrsta.

    Sumardagurinn fyrsti á sérstakan sess í mínum endurminningum, ekki síst fyrir það að hann pabbi minn var fæddur þann dag og þó að 23. apríl bæri vitaskuld ekki alltaf upp á sumardaginn fyrsta þá er hann alltaf í sömu viku og frá því að pabbi fæddist var alltaf haldið upp á afmælið hans þennan fyrsta…

  • Góðir og skemmtilegir dagar.

    Laugardagurinn var ósköp rólegur hérna í Sóltúninu. Ég notaði hann nú aðallega til þess að leika mér með saumavélina mína og tuskurnar. Ég þurfti síðan að skreppa aðeins út í Nóatún eftir hádegið, það er að segja ég hélt að það yrði bara að skreppa, en svei mér þá ég held að a.m.k. helmingur íbúa…

  • Gleðilega páska

    Gleðilega páskahátíð og líði ykkur öllum vel.

  • Föstudagurinn langi.

    Haukur fór í bæinn í morgun að undirbúa sig fyrir nýja vinnusyrpu. Við erum búin að vera að gera svo margt skemmtilegt síðustu vikuna að það kom yfir mig eitthvert eirðarleysi þegar ég var allt í einu ein í kotinu og ekkert á dagskránni. Ég hlustaði á messuna í útvarpinu og fallega predikun sem nýi presturinn í…

  • Góðir dagar í Dymbilviku.

    Þessi vika hefur verið góð og skemmtileg, byrjaði með skírninni á sunnudag og síðan erum við Haukur búin að vera á alls konar flakki, fá góða gesti og heimsækja skemmtilegt fólk. Nú er skólafríi hjá krökkunum svo amma gamla á líka alveg frí. Nú bíð ég ekkert fyrir utan skólann í hádeginu eða ek til…

  • Bíltúr í góða veðrinu.

    Haukur stakk upp á því eftir hádegið í dag að við færum í bíltúr og héldum áfram að skoða ýmsa aukavegi frá þjóðveginum. Við ókum fyrst inn afleggjara af Suðurlandsveginum sem heitir Ölvisholt, mjög fallegt þar og mikið verið gróðursett af greni. Síðan ókum við hringinn hjá Sumarliðabæ að Vegamótum, en þangað hef ég ekki…

  • Litli prinsinn skírður í dag.

    Í dag var hann skírður litli prinsinn á afmælisdegi pabba síns. Séra Gunnar Björnsson skírði og það var skírt heima ásamt nánustu fjölskyldu. Foreldrar Magnúsar Más, systir og tvær dætur hennar komu frá Akureyri, bróðir MM kom frá Sauðárkróki, Sigurrós og Jói úr Kópavoginum og svo við hérna á Selfossi. Þessi afmælisdagur verður Magnúsi sjálfsagt…

  • Vorið alveg að koma.

    Hvað er yndislegra á laugardagsmorgni en að vakna við sólargeislana og heyra ekki í rokinu sem verið hefur undanfarið. Maður finnur það betur og betur með hverjum deginum að vorið er alveg að ganga í garð. Það er orðið bjart svo lengi frameftir á´kvöldin og sólin kemur upp fyrr og fyrr á morgnana. Strax og…