Author: Ragna

  • Óvenjuleg Brúðkaupsnótt – Minningar 3. hluti.

    Við mættum í rútuna í Tjarnargötunni fyrir klukkan hálf tvö full eftirvæntingar og síðan var ekið suður á Keflavíkurflugvöll. Á þessum tíma var nú engin Leifsstöð heldur var farið inn á hersvæðið og þaðan í einhvern skála sem notaður var sem flugstöð. Það voru nokkrir stólar þarna upp við vegg en ekki nærri nógu margir…

  • Brúðkaupið – endurminning 2. kafli

    Nú er komið að næsta hluta gömlu endurminninganna sem rifjuðust upp við andlát Inga Þorsteins. ——————————————- Unga parið var statt í þeim sporum þegar við skildum við þau í síðasta pistli, að fyrir dyrum var fyrsta utanlandsferð beggja. Þá fæddist hugmynd. – Hvernig væri að nota tækifærið og gifta sig, láta engan nema foreldrana vita…

  • Hver stjórnar því hvað kemur á skjáinn?

    Nóttin var eins og hún er svo oft  þannig, að eftir að hafa sofið í svona 2 – 3 tíma þá glaðvakna ég  og er vakandi allt miðbikið úr nóttinni. Þetta er nú komið upp í vana svo þið skuluð ekkert vera að vorkenna mér, en á meðan ég byrjaði að vinna klukkan hálf átta…

  • Fermingar og Limmósíur

    Þá er nú komið að fermingunum og auglýsingar glymja um allt það sem æskilegt er að gefa blessuðum börnunum í fermingargjöf. Allt frá digital myndavélum og húsgögnum upp í heimabíó. Eitt vakti þó furðu mína en það er auglýsing um leigu á limmosíum til þess að aka fermingarbörnunum í til kirkju, í myndatöku og í…

  • Bílaskipti – Námskeið um starfslok o.fl.

    Ekki kemur nú framhaldið af gömlu rómantíkinni fyrr en eftir helgi. Í gær og í dag hef ég haft öðrum hnöppum að hneppa. Ég fór í borgina í gær og byrjaði á því að fara í klippingu og snurfus í Skipholtið síðan hittumst við Haukur og hann fór með mér á bílasölur. það stendur nefnilega…

  • Föst í áframhaldandi endurminningum núna.

    Er ekki sagt að lítil þúfa velti þungu hlassi. Það er ekkert lát á þeim minningum sem nú brjótast fram hjá gömlu konunni. Hún ætlar því að leyfa sér að pára þær hérna niður. En ekki ætlast hún nú til þess að nokkur nenni að pæla í gegnum þetta, en það gerir heldur ekkert til.…

  • Gamall tími rifjast upp.

    Það er stundum sem eitthvað hreyfir við minningum okkar. Svo fór fyrir mér þegar ég tók eftir því að hann Ingi Þorsteinsson væri látinn en hann var jarðsettur í dag. Kynni mín af Inga og föður hans hófst Þegar ég hóf vinnu hjá þeim eftir að ég lauk gagnfræðaprófi. Ég var þá ákveðin í því að fara…

  • Allt í eðlilegt horf.

    Þá er nú lífið í Sóltúninu að taka á sig eðlilega mynd aftur. Nú er mamman komin heim með litla snáðann, pabbinn kominn í fæðingarorlof og börnin farin úr vistinni hjá ömmu í Sóltúninu og heim í Grundartjörnina. Áður en lengra er haldið þá sögðu nýbökuðu foreldrarnir að ég mætti ekki dæma fæðingardeildina hérna of…

  • Sagan af því þegar litli bumbubúinn leit dagsins ljós.

    Já, taugar ömmunnar í Sóltúninu sem beið eftir nýja barnabarninu sínu voru þandar til hins ýtrasta alla helgina og sama held ég sé að segja um ömmuna og afann norðan heiða. Fimmtudagurinn benti ótvírætt til þess að nú færi eitthvað að gerast. Og allt hófst þetta svo rétt fyrir klukkan tvö aðfararnótt föstudags þegar legvatnið…

  • Nýr dóttursonur velkominn.

    Hér eru systkinin að skoða litla bróðir. Oddur, Karlotta og Bjarki og svo nýbökuðu foreldrarnir með soninn Ég sendi kveðjur norður yfir heiðar til ömmu og afa þar, nöfnu minnar og Magnúsar Þetta verður ekki lengra í bili enda fullt hús af fólki og matartilbúningur í gangi.