Author: Ragna

  • L O K S I N S.

    Allt gott að frétta eftir nákvæmlega 2 1/2 sólarhrings bið. Meira seinna í dag.

  • Góða helgi.

      Hér hefur ríkt mikil spenna í tæpan sólarhring.  Vonandi hef ég góðar fréttir að færa á morgun laugardag. Lengri verður þessi færsla ekki fyrr en ég segi ykkur um hvað málið snýst. Góða helgi ! 

  • Vetur konungur.

    Ég var nú farin að halda að Vetur Konungur væri búinn að koma í sína síðustu heimsókn því eftir að Þorri kvaddi og Góa kom þá hefur hann haft hægt um sig. Það var orðið svo vorlegt og tré, runnar og annar gróður óðum að búa sig undir það að sýna sitt fegursta skart. Krakkarnir…

  • Árás í rúminu – vorið í nánd.

    Í fyrrakvöld lenti ég í óvæntu stríði. Ég var komin inn í rúm og var að byrja að lesa, þegar á mér dundi árás sem ég reiknaði ekki með á þessum tíma. Stærðar húsfluga snerist í endalausa hringi yfir andlitinu á mér, settist á nefið á mér, suðaði og lét öllum illum látum. Ekki veit…

  • Endurfundir æskuvina í Áskirkju.

    Eftir frekar annasama viku þá fór ég í alveg sérstökum tilgangi til borgarinnar í gær. Það var í annað sinn sem endurfundir gamalla æskufélaga úr hverfinu (Hjallavegur, Kambsvegur, Austurbrún og göturnar í kring) var haldinn í Áskirkju. Aftur var það fjölskylda Óskars, sem alltaf gekk undir nafninu Óskar í Sunnubúðinni, sem kom þessum endurfundum á…

  • Hún á afmæli í dag…….

    Í dag á hún Karlotta ömmustelpan mín 9 ára afmæli. Hún fær heimsins bestu afmæliskveðjur og amma hlakkar til að koma í afmæliskaffið sem verður, ef mamma verður ekki komin á fæðingardeildina. Afmælismálum í fjölskyldunni er nefnilega þannig háttað að í gær 18. mars átti Ragna tengdamamma Guðbjargar minnar afmæli, í dag 19. mars á…

  • Naglinn á höfuðið og hananú.

    Hún Helga Braga sló sko naglann beint á höfuðið á mér og nú lætur það mig ekki í friði að þurfa að viðurkenna að ég sé ekki daðrari góður, alla vega ekki samkvæmt HelguBrögu skilgreiningu. Það er nefnilega eitt sem hún sagði sem ég tók beint til mín og hef hugsað mikið um síðan og…

  • Kátt á kvenfélagsfundi.

    Nú er maður að smá fikra sig inn í menningarlífið hérna á Selfossi. Fyrsta skrefið var tekið í gærkvöldi þegar ég gekk í kvenfélag Selfoss. Við tókum tal saman í heita pottinum um daginn tvær úr vatnsleikfiminni og ræddum m.a. um bréf sem kvenfélag Selfoss hafði sent í öll hús hérna. Í þessu samtali sannaðist…

  • Vangaveltur um áframhaldandi draugagang.

    Var einhver að tala um draugagang fyrir örfáum dögum? Ekki veit ég hvað er í gangi hérna hjá mér. Í morgun þegar ég snaraði mér út til þess að fara í sjúkraþjálfun þá gat ég ekki skilið af hverju bíllinn opnaðist ekki með fjarstýringunni. Ég fór því inn aftur og leitaði uppi aukalykilinn en hann…

  • Máttur auglýsinganna – Leikur barna.

    Ég var að hugsa um að ekki þyrfti nú alltaf dýr og mikil leikföng til þess að börn geti skemmt sér. Á föstudaginn fengu Karlotta og Oddur Vilberg hjá mér alls konar blöð, bæði dagblöð og einhver gömul norsk blöð. Þau spurðu hvort þau mættu klippa út úr blöðunum og það var auðsótt mál. Síðan…