Author: Ragna

  • Ótrúlegt sem getur komið fyrir mann.

    Á fimmtudagskvöldið eftir svona slyddurigningu um kvöldið þá snöggfrysti. Þegar ég ætlaði að fara að sofa þá datt mér í hug að best væri að setja bílinn inn í skúr því það kemur stundum fyrir að hurðirnar frjósa fastar – þá meina ég ekki læsingin heldur bara hurðin sjálf. Ég dreif mig út og sem…

  • Endurtekin boð um frelsun.

    Ekki veit ég hvort það er merki þess að ég sé á barmi glötunar að fólk af ýmsum trúflokkum er alltaf að banka uppá hjá mér og bjóða mér hverskonar frelsun og betra líf í Paradís. Um daginn komu tvö ungmenni að dyrunum hjá mér og vildu kynna fyrir mér Biblíuna. Stúlkan var útlendingur en…

  • Draugagangur.

    Ég vaknaði upp úr fasta svefni um hálf þrjú í nótt við það að ég heyrði alltaf sömu tónana svona eins og úr síma eða einhverskonar spiladós. Ég lá nokkra stund í rúminu og reyndi að átta mig á því hvað þetta væri en kannaðist ekkert við tónana.  Ég fór því framúr og kveikti ljós…

  • Verkdoði. Mun betra en að segja leti. Loksins myndir af Gamla dúkkuhúsinu

    Bara svona utan dagskrár, þá var ég að bæta aðeins inn á uppskriftirnar mínar. Annars hef ég nú ekki verið að gera neitt merkilegt síðan í bíltúrnum góða á laugardaginn. Ég er svona á því stigi núna að vera með hausinn fullan af öllu því sem ég hef hugsað mér að gera en þegar kemur…

  • Allt er nú hægt að gera manni.

    Ja, Sigurrós mín, er nú komið að klukki á mömmu. Ég sem hélt að ég myndi sleppa alveg við þetta klukkæði. En maður á aldrei að skorast undan þegar skorað er á mann svo ég læt mig hafa þetta. 4 störf sem ég hef unnið um ævina. 1. Sölustjóri í föndurvörum hjá Everest Trading Company…

  • Enn ein ferðin.

    Það má segja að loksins þegar birti til á Suðurlandinu lagðist fólkið í Sóltúninu í flakk. Í dag ákváðum við að athuga hvort Gullfoss væri í klakaböndum. Við ókum gegnum Flúðir og á leiðinni þangað tók ég m.a. þessa mynd, en grænt grasið á heimatúninu vakti furðu mína núna í byrjun marz. Svo langaði mig…

  • Góður bíltúr.

    Enn einn sólardagurinn leyfði okkur að njóta sín í dag. Það var frí í skólanum hjá börnunum og þau voru heima hjá mömmu og amma átti því frí í vinnunni. Við skruppum nú samt í heimsókn til þeirra seinnipartinn því afi Haukur var að laga smávegis fyrir stubbinn. Haukur var ákveðinn í því að við…

  • Öskudagurinn í dag.

    Já það heilsaði fallega dagurinn í dag. Svona leit himininn út um klukkan átta í morgun. Já ég var mætt í Grundartjörnina um klukkan átta í morgun til þess að fá að taka þátt í því með krökkunum að fara í öskudagsrölt um bæinn. Ömmu fannst endilega að það þyrfti að taka myndir og var…

  • Lífið og …

    Þetta líf er svo breytilegt og ófyrirséð.   Undanfrarið hefur allt verið svo skemmtilegt sem ég hef getað skrifað um en í dag fór ég með Hauki í mjög átakanlega jarðarför. Það var verið að jarða stjúpson systur Hauks, þann sem var á svo grimmilegan hátt myrtur í El Salvador fyrir skömmu.  Það er erfitt fyrir nánustu…

  • Fæ góða gesti í sumar.

    Ég var að fá svo skemmtilegar fréttir að ég er alveg í skýjunum. Ég á góða enska vini sem við Oddur heitinn kynntumst þegar við bjuggum í Englandi fyrir rúmum 30 árum. Þessir góðu vinir okkar heimsóttu okkur árið 1980 og voru þá hjá okkur í hálfan mánuð og síðan höfum við mæðgur farið nokkrum sinnum…