Author: Ragna

  • Hláturinn lengir lífið.

    Alveg voru þeir óborganlegir í spaugstofunni í kvöld þegar opinberuðu hvernig Halldór Ásgrímsson gæti náð meiri vinsældum fyrir Framsóknarflokkinn með því að vera í gerfi Sylvínu Nóttar (Nætur)).  Og ekki var söngurinn og textinn til að skamma uppá. Ég sat hérna ein heima og veltist um af hlátri.   Ég var líka búin að hlæja mikið…

  • Bæjarferð og afmæliskveðjur.

    Í gær skruppum við Guðbjörg í bæjarferð. Ekki var um borgarferð að ræða í þetta skiptið því við héldum okkur alveg í Kópavoginum. Við hittum Sigurrós sem lóðsaði okkur í Rúmfatalagerinn þar sem við Guðbjörg vorum svo miklar sveitakonur að allt var nýtt fyrir okkur. Við undruðumst þegar við sáum heilmikið færiband sem lá upp…

  • Vondar mömmur.

    Þennan texta fékk ég sendan í morgun og ætla að leyfa ykkur að lesa hann  líka:Var mamma þín vond? Mín var það!Við áttum verstu mömmu í heiminum! * Þegar aðrir krakkar borðuðu nammi í morgunmat fengum við hafragraut.*Þegar aðrir krakkar fengu pepsi og súkkulaði fyrir hádegismat fengum viðsamlokur.*Og menn geta bara rétt ímyndað sér hvað hún…

  • Meinlætalíf – líklega ekki fyrir mig.

    Ég hef mikið verið að spá í að reyna að breyta um mataræði til að bæta heilsu og þrótt.   Borða meira af grænmeti og kannski minnka hvíta hveitið og freistingarnar sem maður fellur fyrir á kaffitímunum. Ekki það, að ég hafi verið í neinu sælgætissukki eða gosþambi því það hef ég í gegnum tíðina alveg látið vera en…

  • Dansinn dunar…..

    Mikið var þetta nú góð helgi.  Góður matur í saumaklúbb hjá Önnu í hádeginu á laugardaginn og gaman að hitta "stelpurnar". Svo kom ég það snemma heim úr saumaklúbbnum að ég náði að rölta yfir götuna og yfir á Hrafnistu og hitta aðeins hana Tótu mína. Svo var það aðalmálið, að gera sig fínan og fara á þorrablótið…

  •   Nú óska ég ykkur öllum GÓÐRAR  HELGAR Sjálf ætla ég á langþráð þorrablót og dansa gömludansana fram á rauða nótt. Ég ætla að bæta hérna við  brandara sem ég fékk sendan áðan.           Maðurinn, sem situr við tölvuna, segir við konu sína:        "Ekki vil ég enda sem eitthvað grænmeti, háður einhvers        konar rafmagnstæki til að halda í mér lífinu.         Ef slíkt gerist…

  • Góðar heimsóknir og vísindasetrið kvatt – allavega í bili.

    Mikið var ég ánægð í gærmorgun þegar ég sá hvað veðrið var gott. Ég átti nefnilega ferð til Reykjavíkur fyrir höndum eftir hádegið. Ég var líka að hugsa um það á leiðinni í bæinn að þetta væri í fyrsta sinn í vetur sem ég færi á milli í svona góðu veðri. Ég heilsaði fyrst upp á…

  • Helgin góð – þrátt fyrir allt – og ekki síst dagurinn í dag.

    Jæja kæru bloggvinir nú bara get ég ekki lengur án ykkar verið.  Ég hef verið að ganga framhjá tölvunni öðru hvoru um helgina og kíkja á skjáinn, en hef að mestu virt það bann að setjast við tölvuna til skrifta þó mig hafi mikið langað til þess. Ég þakka ykkur kærlega sem hafið verið að senda mér…

  • Þagnarskylda

    Þurfa ekki allir að taka höndum saman og stöðva flutning á fíkniefnum til landsins. Það er hræðilegt að heyra hvernig þessi efni fara með fólk og ekki síst æskufólkið okkar sem er í mikilli hættu.  Maður heyrir að unglingar geti náð í eiturlyf á næstu götuhornum. Þetta er nokkuð sem maður bara vill ekki trúa, en því…

  • Góða helgi.

    Þessi færsla verður hvorki fugl né fiskur hjá mér en samt mátti ég til með að setja nokkur orð hérna inná dagbókina mína og senda ykkur kveðju.  Ég átti að vera í bænum á fimmtudagsmorguninn og var eins og venjulega búin að kvíða fyrir akstrinum en sá kvíði var ástæðulaus í þetta skiptið.  Mér bauðst…