Author: Ragna

  • Górillan í sveitinni – gömul minning.

    Ég ætla að fara aftur til vorsins 1977. Við Oddur heitinn vorum í Sælukoti um hvítasunnu með Guðbjörgu 5 ára með okkur og eitthvað fleira fólk var líka í bústaðnum.  Tvö árin á undan bjuggum við í Englandi þar sem við fórum oft um helgar í ýmsa dýragarða. Og eins og alltaf voru apar þar…

  • Horft inn í sumarið.

    Alltaf er náttúran söm við sig. Þegar maður er alveg að gefast upp á rigningu, þoku og dimmviðri þá sér hún til þess að maður fái a.m.k. einn sólardag til þess að koma sálartetrinu í lag aftur.  Einn slíkan fengum við í dag. Sól frá morgni til kvölds.  Nú trúi ég enn betur á mátt …

  • Skuldabaggar unga fólksins.

    Af því að ég er búin að vera í nöldrinu þá ætla ég að tjá mig um málefni sem ég hef oft furðað mig á og finnst að mætti tala oftar um og skólarnir jafnvel taka upp á síðustu árum grunnskólans. Ég sá hluta af auglýsingu í sjónvarpinu um daginn og fór að hugsa um hvað…

  • Að skrifa sig frá pirringnum.

    Nú er gamla konan í Sóltúninu alveg að gefast upp á þessu dimmviðri. Það er nefnilega svo þegar gigtin er farin að hrjá mann að svona veður getur alveg gert útaf við mann.  Ég er búin að reyna að sjá allar björtu hliðarnar á þessum hlýindum, en svona lágþrýstingur með þoku og rigningarsudda dag eftir…

  • Fimmtudagspistill á föstudegi.

    Nú flakkar Selfossamman daglega til Reykjavíkur. Í dag  var farin enn ein ferðin í þágu vísindanna. Ég hélt að þetta væri þriðja síðasta ferðin en sem betur fer var þetta sú næst síðasta.  Ég var reyndar hjá þeim á rannsóknarsetrinu í tvo og hálfan tíma en fékk ekki nýjan lyfjaskammt með mér heim og á bara að skrifa öndunarmælingarnar næstu…

  • Hún á afmæli í dag.

    Í dag á hún Þórunn netvinkona mín afmæli og ég óska henni hjartanlega til hamingju með daginn.

  • Mjög skemmtileg borgarferð.

    Í gær skellti ég mér í bæinn til þess að fara í saumaklúbb. Ég fór snemma til þess að geta verið aðeins með Sigurrós minni, sem ég hitti allt of sjaldan. Við ákváðum að skreppa í Smáralind og fá okkur eitthvað í svanginn þar og skoða smá í búðirnar.  Við áttum góðan tíma saman og ég skilaði…

  • Skreppum saman í göngutúr.

    Ég hef nú ekki frá mörgu að segja núna, en læt það ekki eftir mér að skila auðu. Þrátt fyrir það ætla ég að  hlífa ykkur við því að þurfa að lesa um hvað ég hef borðað í dag og hverju ég klæddist þegar ég vaknaði í morgun. Ég ætla hinsvegar að bjóða ykkur að fylgjast með okkur…

  • Laugardagur að kveldi kominn.

    Í gærmorgun var farið að birta klukkan níu.  Í morgun hinsvegar rumskaði ég aðeins og fann að það var svo dimmt að ég kúrði mig bara áfram. Næst þegar ég rumskaði þá var enn mjög rökkvað en ég ákvað nú að líta á klukkuna. Mér krossbrá og spratt fram úr rúminu þegar ég sá að…

  • Ekkert merkilegur dagur – eða…

    Mér fannst ég ekkert hafa að segja af því að ekkert merkilegt hefði gerst í dag.  Svo fór ég að hugsa um það, hvað væri merkilegt og hvað ekki. Var það ekki merkilegt að fá að vakna í morgun, vera heilbrigð og geta farið á fætur til þess að taka þátt í lífinu. Það eru ekki…