Author: Ragna

  • Bakþankar.

    Nú fara fermingarnar að nálgast og maður veltir því fyrir sér ár eftir ár, hvaða veganesti unglingar fari almennt með út í lífið. Hafa þeir raunhæfa mynd af lífinu eða eru þeir ofdekraðir og halda að peningar vaxi á trjánum?  Og ef mamma og pabbi segi NEI  þá séu þau leiðinleg. Vita þau að gott líf er…

  • Svo “huggó”

    Við Oddur fórum í göngutúr niður að á í gær og tókum nokkrar myndir til þess að bæta í myndaalbúmið  "Selfoss í dag"   Veðrið var eins yndislegt og það getur orðið á þessum árstíma en það var talsvert kalt. Karlotta var fjarri góðu gamni því hún hefur verið veik, með bronkítis, og hefur verið heima…

  • Veikgeðja gegn freistingunum þessa dagana.

    Ég er búin að tala allt of mikið um mat undanfarna daga og nú er að byrja að síga á ógæfuhliðina og mál að linni. Það er stundum ekki nóg að hafa fögur fyrirheit um hlutina – efndir þurfa að fylgja í kjölfarið. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum í dag,  sem ég bið ykkur auðvitað að…

  • Fyrsta reynsla mín af hákarli.

    Þegar ég las bloggið hennar Sigurrósar áðan um þorramatinn í Hlíðarskóla þá rifjaðist upp fyrir mér hvenær ég lærði að borða hákarl. Hún Edda Garðars vinkona mín flutti ásamt fjölskyldu sinni í húsið á móti mér á Kambsveginum þegar ég var 9 ára. Ég hafði reyndar aðeins kynnst henni á meðan pabbi hennar  var að byggja húsið  því hún…

  • Bóndadagurinn í dag.

    Samtaka nú allar konur og segjum í kór Til hamingju með bóndadaginn!

  • Syndari góður.

    Hefur það ekki komið fyrir ykkur að ætla að elda eitthvað sérstakt, þegar í ljós kemur að það sem á að nota er ekki við hendina? Ég var ein heima hérna í gærkvöldi og var að hugsa um hvað ég ætlaði að borða í kvöldmatinn. Ég fékk þá óstjórnlega löngun til að búa til plokkfisk. Þetta…

  • Svo sem ekkert nýtt

    Mikið var notalegt að finna hvað það var orðið hlýtt úti í morgun. Það hafði samt bætt í snjóinn í nótt því ég þurfti enn á ný að moka út að rennunum til að gefa fuglunum. Um miðjan daginn tók ég svo eftir því að  þeir sátu bara og voru ekkert að gogga ofan í rennurnar svo ég dreif mig…

  • Er mín kannski saknað?

    Þegar Magnús Már kom að sækja ömmubörnin áðan þá spurði hann hvort ég væri hætt að hafa tíma til að blogga.  Hann veit nefnilega að ég er búin að vera að sauma um helgina og hef því lítið litið á tölvuna.  Ég var mjög ánægð að heyra að mín væri saknað ef ekki kæmi eitthvað daglega inn á…

  • Yndislegur dagur.

    Það var gaman að vakna í morgun og sjá hvað veðrið var fallegt þó ekki væri nú orðið bjart. Það var falleg hvít föl yfir öllu og alveg logn og ekki löngu seinna fór sólin að smá gægjast  upp fyrir sjóndeildarhringinn og áður en varði fór sólin að ylja bæði umhverfið og ekki síst sálina. Það fór um mig…

  • Kennslustund á Paffinn

    Alltaf kemur nýr dagur með einhverju skemmtilegu, Nú er komið að fyrstu kennslustundinni minni sem færir mig nær því að ég geti tekið meiraprófið á nýja Pfaffinn minn. Það litla sem ég hef prufað er svona eins og að fá nýjan bíl og kunna ekki nema að opna dyrnar, setjast inn og starta. Ég er svo…