Author: Ragna

  • Jólahaldið okkar.

    Þá eru nú jóladagarnir að baki og svo sem ósköp notalegt að fá svona venjulega daga á milli. Eins og fréttaritarar um landið segja þá var jólahald hér með hefðbundnu sniði.  Fyrsti jólaboðinn kom á Þorláksmessukvöld, en það var fyrrum vinnuveitandi minn sem kom akandi hérna austur, að þessu sinni til að færa mér Ævisögu…

  • Hugleiðingar á Þorláksmessu.

      (Jólahúsið á arinhillunni okkar) Þá fer hin mikla hátíð ljóss og friðar að nálgast. Það er svona farið að síga á seinni hlutann með undirbúninginn og  lítið eftir nema renna yfir gólfin og skipta á rúmunum  fara í skötu í hádeginu og ná í þetta endalausa smávegis sem maður man allt í einu eftir að…

  • Hún á afmæli í dag.

    Hún elsku tengdamamma mín á afmæli í dag og óska ég henni hjartanlega til hamingju með daginn. Því miður get ég ekki verið með fjölskyldunni í skötuveislunni í kvöld og sendi þeim því mínar bestu kveðjur. Þessi mynd var tekin af henni og Ingabirni þegar hún varð 80ára árið 2001.

  • Útvarpið.

    Ég var að horfa á afmælisþátt um RUV 75 ára í sjónvarpinu í kvöld. Þegar það var verið að sýna frá gamla tímanum þá rifjaðist nú sitt af hverju upp í huga mér. Sérstaklega man ég þegar ég var að fara með strætó úr Kleppsholtinu niður á Lækjartorg og gekk þaðan yfir í gamla Landsímahúsið til þess…

  • Frænkuhittingur og fleira.

    Það var frænkuboð á sunnudaginn hjá henni Maríu systurdóttur minni. Við hittumst nú það seint að þesu sinni að við slepptum föndrinu en töluðum bara þeim mun meira í staðinn 🙂 Reyndar voru þær með hekl og prjóna Edda og Guðbjörg en það var ósköp notalegt að sitja bara og mala og láta sér líða…

  • Jólin í Englandi.

    Á jólum 1975 bjuggum við hjónin í litlum bæ í suðvestur Englandi ásamt eldri dótturinni Guðbjörgu. Þegar fór að nálgast jólin fór ég að kíkja eftir hamborgarhrygg, en slíkt hafði ég ekki séð í stórmörkuðunum sem ég verslaði við. Ensk vinkona mín sagði mér að tala við kjötkaupmennina. Ég fór til fleiri en eins kjötkaupmanns…

  • Viðbótarseríurnar settar upp.

    Dagurinn í dag var tekinn smenna því Karlotta kom hingað fyrir klukkan átta svo að amma gæti komið henni í rútuna út við kirkju til þess að fara með kórnum í enn eina æfingaferð. Mikið rosalega var kalt í morgun. Rútan var ekkikomin þegar við mættum og þegar hún kom, þá var ömmubíll orðinn alveg…

  • Í erli dagsins.

    Krakkarnir voru lítið hjá ömmu í dag því að þau fóru bæði í klippingu eftir hádegið og mamma þeirra náði að fara með þeim í það. Við Haukur fórum því í smá jólarúnt hérna á Selfossi. Byrjuðum í Byko þar sem við komumst að þeirri gleðilegu staðreynd að jólaseríur og þess háttar var komið á…

  • Jólapósturinn.

    Það ætti svo sem ekki að vera í frásögur færandi að fara á pósthús með jólapóstinn sinn, en stundum beinlínis langar mann til að segja frá hinni eða þessari upplifun þó hún sé ekki á nokkurn hátt merkileg.  Einhverntíman heyrði ég sagt að ef maður væri að spá í það hvort maður ætti að taka mynd…

  • Jólasveinar og fleiri góðir.

    Nú var fyrsti morguninn sem örlátu jólasveinarnir komu og gáfu börnunum í skóinn. Karlotta fékk eitthvað fínt en Oddur sagðist hafa bara hafa fengið mandarínu af því hann hafi verið eitthvað óþægur í gærkvöldi. Amma hughreysti hann og sagði að hann hafi nú verið heppinn að hafa fengið mandarínuna því sumir krakkar fengju kartöflu í…