Author: Ragna

  • Laufabrauðs- Piparkökuhelgin.

    Ég sé að Sigurrós er búin að skrifa svo fína færslu um það sem við gerðum saman um helgina að ég ætla ekkert að reyna að bæta um betur heldur vísa bara í færsluna hennar  HÉR  ————————————— Ég var nú heldur betur skúffuð þegar ég ætlaði að hefja myndartökur á fimleikahátíð ungmennanna hérna á Selfossi…

  • Í þágu vísindanna.

    Já, í þágu vísindanna dreif ég mig út klukkan átta í morgun og smeygði mér inn í bílalestina sem var að fara til höfuðborgarinnar. Ekki var það nú svo gott að maður væri vel haldinn og búinn að fá sinn morgunmat því vísindin kröfðust þess að maginn yrði tómur í öllum heimsóknum á vísindasetrið. Hinsvegar var…

  • Enn ein úr bernskunni.

    Mér datt í hug af því nú er þessi tími þegar eldhætta er mikil á heimilum, hvað það er þó mikill munur í dag þegar til eru sprittkerti og rafmagnsljós sem ekki fengust hér áður fyrr. Þegar ég var líklega svona 7 ára og elsta systir mín var farin að búa þá bauð hún okkur fjölskyldunni í kaffi á jóladag.…

  • Komið að því.

    Á sunnudaginn drifum við okkur skötuhjúin í bæinn því bæði áttum þar erindi á mánudeginum. Á leiðinni í bæinn fékk ég þá snilldarhugmynd að  skella okkur í að sjá Harry Potter í Lúxussal en þann munað hafði ég aldrei upplifað. Ástæða þess að  lúxussalur varð fyrir valinu var þó ekki sú að ég væri orðin…

  • Selfyssingur?

    Ég var spurð hérna á síðunni hvort ég væri Selfyssingur? Ég ætlaði að fara að svara í orðabelgnum en ákvað þá að betra væri að færa sig bara í sjálfa dagbókina því plássið væri meira hér. Maður veit aldrei hversu mikil langloka verður í svona svari. Ég er sko hvílíkur Reykvíkingur, fædd þar og hef…

  • Það hafðist

    Ég er rosalega montin af sjálfri mér. Ég tók mig til í dag og setti sjálf – þ.e. án allrar hjálpar- upp grenilengjuna og ljósaseríuna úti.   Magnús Már var búinn að bjóðast til að gera þetta fyrir mig en mig langaði bara svo til að gera þetta sjálf svo ég afþakkaði alla hjálp. Auðvitað varð ég…

  • Smáfuglar fagrir og jólabjarminn.

    Ég er búin að vera svo löt, með hausverk og illt í hálsinum í nokkra daga án þess að vera með hita. Ég hef alltaf haft það sem mælikvarða á það hvort ég kallast lasin, hvort ég er með hita eða ekki. Svo nú sit ég uppi með svona asnalegt ástand, að vera lasin en samt ekki…

  • Bernskuminning – brúðan.

    Eins og alltaf þegar fer að nálgast jól koma upp margar minningar um bernskujólin.  Þessi minning sem ég ætla að deila með ykkur er nokkuð sem mamma mín sagði mér um sjálfa mig. Kannski koma sögur í þessum dúr upp í hugann þegar maður skoðar alla auglýsingapésana sem berast inn um bréfalúguna á hverjum degi. Óteljandi…

  • Á ég eða á ég ekki? Þori ég eða þori ég ekki?

    Hvað ætli ég sé nú búin að koma mér í???  Í vor fékk ég senda beiðni um að taka þátt í lyfjarannsókn vegna astma og heilmikið lesefni um þetta fylgdi með.  Í fyrstu var ég mjög spennt og las hverja blaðsíðuna af annarri um þessa rannsókn. Eftir því sem blaðsíðurnar urðu fleiri þá var ég sannfærðari um…

  • Fyrsti sunnudagur í aðventu.

    Þá er kominn að kvöldi lfyrsti sunnudagur í aðventu. Ég byrjaði daginn á því að fara með Guðbjörgu, Magnúsi, Karlottu og Oddi Vilberg í messu klukkan 11 í Selfosskirkju. Kórinn, sem Karlotta er í söng í upphafi messunnar og síðan kirkjukórinn og eldri barna kórinn.  Að venju sagði séra Gunnar nokkra brandara. Það er ekki hægt…