Author: Ragna

  • Svo sem ekkert markvert.

    Það hefur nú lítið gerst hér síðustu daga nema fastir liðir. Ég kemst einhvernveginn ekki alveg í gang með að baka fyrir jólin. Ég tók mig þó til einn daginn og bakaði tvær sortir af smákökum og eitthvað smávegis svona til að hafa með kaffinu þessa dagana. Sjúklingurinn minn,, þessi á öðrum fætinum,  er af…

  • Hugsað til baka í jólaamstrinu.

    Ætli það fylgi aldrinum að vera alltaf að rifja upp eitthvað gamalt. Ég er a.m.k. alltaf að fá einhverjar gamlar minningar í hugann og ætla bara að leyfa mér að pára þær hérna niður í dagbókina mína. Mér er svo minnisstætt í pínulitla húsinu okkar (59fermetrar) í Kleppsholtinu, að uppi á loftinu hafði pabbi smá…

  • Jólavefur Júlla.

    Ég man ekki hvort ég talaði um það hérna í fyrra að ég hefði rekist á svo frábæran jólavef sem heitir Jólavefur Júlla.  Ekki veit ég hver þessi Júlli er, en þessi vefur er svo einstaklega fallegur og vel unninn að það er unun að skoða það sem þar er. Ég sá að það væri…

  • Komin úr helgarferðinni.

    Það er mikið um helgarferðir núna. Sumir fara alla leið til Ameríku, sumir til Evrópu og aðrir fara bara frá Selfossi til Reykjavíkur og njóta sjálfsagt álíka vel. Á laugardaginn fór ég með rútunni í bæinn því Haukur, sem þá var að klára vinnusyrpu í bænum, var að fara í aðgerð á fæti og það…

  • Jólaljósin í Árborg.

    Ætli maður verði ekki bara að fara að sætta sig við þetta snemmbúna jólaútlit sem komið er í allar búðir og bæi. Það er svo leiðinlegt að vera sínöldrandi gamalmenni sem hótar að fara ekki inn í þær búðir sem halda að jólin komi um leið og haustið og eru komnar með jólaskrautið um miðjan…

  • Framhjáhald?

    Mér hálf brá í morgun þegar ég uppgötgvaði að ég var búin að kveikja á saumavélinni og búin að sauma í nokkra stund þegar ég áttaði mig á því að ég var ekki búin að kveikja á tölvunni. Að kveikja á tölvunni er eitt af fyrstu morgunverkunum, strax á eftir því að  búa um rúmið, klæða…

  • Í sjöunda himni – meira um tækni.

    Það hefur verið frí hjá börnunum í skólanum í gær og í dag vegna foreldraviðtala og starfsdags kennara svo ömmubörnin eru búin að vera hér alveg þessa daga. Ég hef því ekki haft tækifæri til þess að skoða nánar nýjasta tækniundrið mitt. Ég missti sko algjörlega andlitið þegar ég kom til Hauks á laugardaginn og opnaði…

  • Gamla konan og tæknin.

    Nú eru allar myndir komnar inn svo það er alla vega hægt að kíkja á þær frá a – ö. Ég vanmat auðvitað gömlu konuna og hélt að hún gæti ekki sett inn myndir af diski, en Jói hafði tæmt af vélinni minnni á fistölvu og lét síðan yfir á disk. Gamla konan bókaði sem sé að…

  • Afmælishelgin.

    Það var táknrænt að ég skyldi glaðvakna á slaginu klukkan 6 á 60 ára afmælisdaginn minn. Ég skreið hinsvegar uppí aftur þegar ég var búin að skima í gegnum Moggann og Fréttablaðið og náði svo að kúra til klukkan átta en þá var ég líka of spennt til að geta sofnað aftur, enda stóð mikið til. Eftir miklar…

  • Lífið er yndislegt.

    Kæra dagbók ! Ég ætla að segja þér frá því að í nóvember 1945 fæddist lítil stúlka í litlu húsi í Kleppsholtinu. Hún ólst upp við ástríki foreldra sinna og tveggja eldri systra sem báru hana á höndum sér.  Á unglingsárunum kynntist hún síðan stóru ástinni í lífi sínu og þau giftu sig þegar hún…