Author: Ragna

  • Forréttindaamma.

    Ég var að hugsa um það hvílík forréttindaamma ég væri að fá að vera með barnabörnunum á hverjum degi og fá að hlæja með þeim og hlusta á  þau rabba um skólann og tilveruna. Ég tek eftir því eftir að þau fóru að koma hérna til mín, að þau eru meiri félagar en ég hafði tekið eftir áður.…

  • Erfitt að bíða.

    Um daginn, þegar ég fór í litlu búðina í Minni Mástungu þá keypti ég mér nokkra efnisbúta. Mest langaði mig til að fara beint í það að sauma eitthvað skemmtilegt þegar ég kom heim en ég átti hinsvegar ýmislegt ógert svo ég hef haft þá svona sem verðlaun sem ég fæ þegar ég er búin með annað. Það…

  • Nýtt hulstur – fjarlæg draumsýn.

    Á föstudaginn lögðum við upp fjögur, Karlotta, Oddur Vilberg, amma og tölvan. Ferðinni var heitið til borgarinnar þar sem krakkarnir voru að fara í helgarferð til pabba síns, amma átti að vera í saumaklúbb og fleiru á laugardaginn og tölvan, já blessuð tölvan var alveg að niðurlotum komin. Hún þurfti í aðgerð til höfuðborgarinnar samkvæmt áliti…

  • Unglingaveiki.

    Við vorum að koma heim úr skólanum, amma við stýrið og Karlotta og Oddur í aftursætinu, þegar amma sér allt í einu að út um glugga á bílnum fyrir framan okkur koma fljúgandi  bréf utan af skyndibitum og drykkjarfernur.  Amma varð svo reið að hún öskraði upp yfir sig og hélt ræðu um sóðaskapinn og…

  • Hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Einar…

    Já, hann Einar Pétursson, mágur minn og vinur á afmæli í dag. Einar hef ég þekkt síðan hann var smástrákur og ég unglingsstelpa að hitta stóra bróðir hans. Hann byggði líka húsið okkar á Kambsveginum og gerði það mjög vel eins og hans er von og vísa. Elsku Einar minn,  ég óska þér hjartanlega til…

  • Í bústað í vetrarfríinu.

    Á fimmtudaginn fór ég með Guðbjörgu, Magnúsi Má og krökkunum í kennarabústað á Flúðum í vetrarfríinu í skólanum. (allar myndirnar)Haukur var fjarri góðu gamni eins og svo oft þegar ég vildi svo gjarnan hafa hann hjá mér, en Ál-frúin hefur betur og heldur honum í sinni þjónustu í Straumsvíkinni. Það hljómar kannski einkennilega eftir þessa veðrahelgi en við…

  • Kæra dagbók!

    nú tek ég mér smá frí frá þér.  Ég veit að ég á eftir að sakna þín mikið og líka ykkar sem kíkið reglulega í heimsókn til mín, en ef Guð lofar þá kem ég nú aftur strax eftir helgi svo kannski er þetta ekkert svo voðalegt.  En það er bara svo, að manni þykir orðið vænt um…

  • Yfir 40 ára saga úr saumaklúbbnum.

    Svona í framhaldi af því sem við vorum að spjalla  í saumaklúbbnum á laugardaginn, en nú erum við orðnar svo "gamlar" stelpurnar að við erum farnar að rifja ýmislegt upp, þá ætla ég að koma með eina góða sögu af okkur. Eitt er það sem engin okkar gleymir, en það er sagan af því þegar við…

  • Kvennafrídagurinn.

    Ég tók nú ekki þátt í kvennafrídeginum eins og til var ætlast, frekar en fyrir 30 árum. Ég var hinsvegar löglega afsökuð þá þar sem ég bjó í Englandi. Ég hef nú aldrei verið nein Rauðsokka, enda heppin með vinnuveitendur á meðan ég starfaði utan heimilis og heima naut ég  þess sjálf að dekra svolítið við…

  • Atburðir helgarinnar…

    Já, hefst þá lesturinn. Ég ók sæl og glöð yfir Hellisheiðina og nýja veginn í bæinn á föstudaginn og beint í gamla hverfið mitt sem er nú nýja hverfið hans Hauks. Fyrsti stans var hárgreiðslustofan á Laugarásveginum. Hárgreiðslukonan sem ég var vön að fara til var ekki við en ég var svo heppin að systir hans…