Author: Ragna

  • Góða helgi

    Nú er björt og falleg helgi framundan.  Ég ætla að breyta um umhverfi fram á sunnudag og reglulega njóta þess. Ég er komin með langa dagskrá yfir það sem gera skal þessa helgi og allt er það  eitthvað skemmtilegt sem ég hlakka til að gera. Ég rifja það kannski upp hérna á mánudaginn en núna vil …

  • Sumir betri en aðrir.

    Það er með dagana eins og mannfólkið, að allir eru góðir en óhjákvæmilega eru sumir betri en aðrir. Ég fékk langt og  skemmtilegt símtal í morgun sem ég var mjög ánægð með og var gott upphaf á góðum degi.   Síðan hringdi besta vinkona mín. Hún sagðist vera búin að hringja og hringja en það hafi bara alltaf verið á…

  • Á dyrapallinum.

    Um klukkan hálf ellefu í morgun hringdi hjá mér dyrabjallan. Ég bjóst hálfpartinn við að þar myndi nágrannakona mín standa, sem hafði talað um að líta inn hjá mér einhvern morguninn.  Ekki var það nú hún. Þórunn og Palli stóðu í dyragættinni, búin að fara til Vopnafjarðar og allan hringinn og voru nú komin á…

  • Í nöldurgírnum.

    Hvað finnst ykkur um það að útvarpsstjóri þiggi yfirvinnugreiðslur fyrir að lesa fréttir á ríkissjónvarpinu og meira að segja auglýsingar um dagskrá líka? Páll Magnússon er auðvitað með myndarlegri mönnum og áheyrilegur er hann líka enda er það ekki ástæðan fyrir vangaveltum mínum.  Þegar ég hinsvegar heyrði að hann fengi sérstaklega greitt fyrir þetta þá fór ég…

  • Gömludansar og ádrepa á Selfossbúa.

    Jæja, þá er nú helgin á enda. Þetta hefur verið mjög góð helgi þó að rétt í þessu sé ég að þurrka af mér skælurnar eftir að horfa á síðasta þáttinn af Breska myndaflokknum Norður og suður á RUV. Hvílík stigmögnuð rómantík sem auðvitað endaði með hjartnæmum hætti og skælum í lokin. Í gærkvöldi voru…

  • Að vera snöggur.

    Alveg var hann óborganlegur ömmustubburinn í fyrrakvöld þegar þau systkinin áttu að fá að gista hjá ömmu og afa og við vorum að borða kvöldmatinn. Eins og ömmur gera gjarnan, þá var Sóltúnsamman að siða til og sagði, að áður en hann setti meiri mat í munninn þá yrði hann að renna niður. Stubburinn tók…

  • Nýtt umhverfi.

    Nú er aldeilis orðið breytt hjá mér umhverfið sem ég hef til þess að setja inn færslurnar mínar í dagbókina og myndir á vefinn og er ég Jóa tengdasyni mjög þakklát fyrir. Af því að veðrið er nú svo leiðinlegt í dag þá ætla ég að létta okkur lundina með því að setja inn myndir…

  • Myndin sem vantaði.

    Hér er myndin sem átti að vera af henni Ágústu Maríu. Sólrún María vildi endilega lána henni dúkkuna sína í afmælinu á sunnudaginn.

  • Afmæli í gær.

    Hún ágústa María, systurdóttir mín átti afmæli í gær og ég sendi henni bestu afmæliskveðjur þó seint sé. Ég setti nú inn kveðju í gær en barnabörnin sváfu hérna hjá ömmu í nótt og eitthvað hefur flýtirinn verið mikill hjá mér að koma þessu inn áður en ég slökkti á tölvunni um áttaleytið þegar krakkarnir…

  • Netvinirnir. Er afi afi, eða …

    Ég hef orðið vör við þann misskilning að afi, sem kemur reglulega í heimsókn á síðuna mína og er svo elskulegur að kvitta yfirleitt fyrir sig í orðabelgnum, sé sami afinn og á aðsetur í vaktafríunum sínum hjá ömmunni í Sóltúninu. Þetta er nú ekki reyndin og afinn í Sóltúnsbæ kemur helst ekki nálægt tölvunni nema það nauðsynlegasta í…