Author: Ragna

  • Gaman að verða tveggja ára.

    Það var spennandi í barnaafmælinu í gær, að dúkinn á borðinu áttu börnin að skreyta sjálf og fylgdu litir til að teikna listaverkin með. Mér sýnist Jón Ingi ætla að feta í fórspor afa síns og nafna ef marka má áhuga hans á  því sem hann er að teikna á dúkinn. Afmælisbarnið er hin rólegasta að…

  • Sólargeislarnir.

    Í gærmorgun um níuleytið, þegar ég sat við eldhúsborðið hjá mér og var að borða hafragrautinn minn þá tók ég eftir því hvað það dimmdi mikið og síðan gerði slyddu og hvít snjókornin settust á pallinn hjá mér. Mér fannst þetta eitthvað svo ógnvekjandi og fór að hugsa um hvað veturinn kæmi allt of snemma og…

  • Hátíðisdagur í Sóltúninu í dag.

    Í dag varð alveg óvænt hátíðisdagur hjá okkur Karlottu og Oddi Vilberg. Það byrjaði á því að Karlotta hafði meitt sig á fæti í skólanum en það var sem betur fer ekki alvarlegt, en samt nóg til þess að hún treysti sér ekki til að standa upp á endann á kóræfingu í dag. Vitanlega er…

  • Netvinkona mín úr Portúgal í heimsókn.

    Dagurinn í gær var mjög sérstakur hjá mér og reyndar hjá okkur Hauki báðum. Netvinkona mín hún Þórunn sem býr í Portúgal með manninum sínum Páli er stödd hér á landi og þau komu að heimsækja okkur á Selfoss í gærkvöldi.  (Endilega lesið framhaldið fyrir neðan myndina) Við áttum yndislega stund með þeim hérna í…

  • Hún á afmæli í dag.

    Yndislega frænkan mín hún Sólrún María á afmæli í dag og óskum við henni hjartanlega til hamingju með að vera orðin tveggja ára. Takk fyrir afmælisboðið. Ég hlakka til að koma í afmælið á sunnudaginn en Haukur er svo óheppinn að vera farinn aftur í bæinn þá.

  • Hugsað á bekknum.

    Þar sem ég átti að liggja áfram í 20 mínútur á bekknum hjá sjúkraþjálfaranum með rafmagnsbakstur þá fór ég að kíkja betur á tvö stór plaköt á veggnum. Annað plakatið sýndi beinabyggingu líkamans og hitt vöðvana og hvernig þeir festast við beinin. Ég hafði aldrei horft svona grannt á þessar myndir, þær hafa bara verið þarna á veggnum og…

  • Saumaklúbbur hjá mér í dag.

    Í dag var fyrsti saumaklúbbur vetrarins og hófum við 42. árið okkar með pompi og prakt með því að þær af stór Reykjavíkursvæðinu komu brunandi yfir Hellisheiðina og við fengum okkur snarl hérna saman í hádeginu. Það var svo gaman að hittast aftur og það var mikið skrafað og mikið hlegið. Ásta, Anna, Fjóla, Sonja, Edda og myndasmiðurinn…

  • Bernskuminning – fyrirgefningin.

    Það var Hvítasunnudagur, árið man ég ekki alveg nákvæmlega, en tel það hafa verið 1954. En ég man þennan dag eins og hann hafi verið í gær. Það var kirkjudagur Langholtsprestakalls, sem þá var tiltölulega nýstofnað og það átti að vera mikil skemmtun á Hálogalandi. Ég var búin að vera full tilhlökkunar í marga daga, að eiga…

  • Sippað og húlað

    Það hefur gengið vel hjá okkur á ömmuvistinni.  Það sem helst hrjáir er það, að tíminn er svo fljótur að hlaupa frá okkur. Við vorum svo heppin í dag að tónlistarskólinn féll niður svo að hálftímadagurinn varð mun samfelldari. Karlotta fór þó í íþróttir klukkan þrjú og þá fórum við Oddur Vilberg í Grundartjörnina. Þar enduðum…

  • Bernskuminning – bruni

    Það var ekki mikill borgarbragurinn á Kleppsholtinu í gamla daga. Húsið okkar var þó með ákveðnu götunúmeri, en húsin á holtinu hétu mörg einhverjum nöfnum eins og Laufholt, þar sem flest voru börnin, Bjarnastaðir, Fjall og Staðarhóll, svo eitthvað sé nefnt. Það voru líka nokkur hesthús inn á milli húsanna. Eitt var þar sem gæsluvöllurinn við Kambsveg er núna. Það…