Author: Ragna

  • Haustlitaferð á Þingvelli.

    Í dag létum við verða af því að fara í haustlitaferð til Þingvalla. Það hefur dregist af því að Haukur var í vinnusyrpu um síðustu helgi og það má reyndar ekki vera mikið seinna sem maður fer því það haustar greinilega snemma í ár og það er víða sem gróðurinn er farinn að verða ansi brúnn. …

  • Loksins skýring á stjörnum í augum.

    Jæja,  þá er nú loksins komið í ljós af hverju Haukur var með stjörnur í augunum um daginn. Þetta átti nú aldrei að verða nein   hasarfrétt, enda kannski ekki þess eðlis. Ég hélt að ég gæti skýrt málið næsta dag en þar sem það gekk ekki eftir varð ég vör við að talsverð spenna fór…

  • Valið var SÆLUKOT engin spurning.

    Í gær var skólinn hjá krökkunum bara til hádegis því kennararnir voru allir á leið á kennaraþing á Flúðum og þar með talin auðvitað Guðbjörg og Magnús Már  Í dag var svo frí. Við höfðum því sólarhring til þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Ég settist niður með þeim þegar við vorum komin hérna í Sóltúnið…

  • Sólarlalgið við Ölfusá.

    Ég stóðst ekki mátið að rölta þessa fáu metra frá húsinu mínu niður að Ölfusánni og taka nokkrar myndir af sólarlaginu í gærkvöldi.                

  • Bernskuminning – óvitaskapur.

    Þegar ég sit við gluggann hjá honum Hauki á 11. hæð og horfi yfir gamla hverfið mitt fer ekki hjá því að margar minningar komi í hugann. Ég var að reikna það út að ég hef samtals búið á Kambsveginum í 47 ár svo það er kannski ekki skrítið að margar séu minningarnar. Hann Guðmar…

  • Sorgarfréttir.

    + + + Rétt fyrir hádegið voru mér færðar þær sorgarfréttir að séra Árni Bergur Sigurbjörnsson, elskaði presturinn okkar og vinur í yfir 20 ár væri látinn, langt um aldur fram. Hann hefur verið okkur í fjölskyldunni nálægur á svo mörgum gleðistundum og stutt okkur vel á erfiðum tímum auk þess sem ég var svo heppin að fá…

  • Góðir hlutir.

    Þá er nú þessi ágæta vika brátt á enda.  Ég fór í bæinn í gær og byrjaði á því að fara með Karlottu og Odd Vilberg til pabba síns en þau áttu að fara með honum til Akureyrar í dag svo þau hafa líklega frá einhverju að segja þegar ég sæki þau í skólann á…

  • Loftur á afmæli í dag.

    Í dag á hann mágur minn Loftur Þór (t.h.) afmæli. Ég hef þekkt hann síðan hann var smástrákur – núna er hann bara strákur –  og óska ég honum hjartanlega til hamingju með daginn. Ég var búin að reyna að aðskilja hann frá okkur Magnúsi Má á myndinni svo hann gæti átt einn sína afmælismynd,…

  • Miðvikudagar hálftímadagar.

    Það hefur verið nóg að gera hjá okkur í skólavist ömmu. Við erum búin að leira, spila og lesa í Bróðir minn Ljónshjarta, svo eru börnin búin að lesa fyrir ömmu. Já það er alltaf nóg að gera. En í dag (og alla miðvikudaga) var svo hálftímadagurinn sem við köllum svo en á miðvikudögum skiptist…

  • Alltaf endar nú allt vel.

    Jói tók málið í gegn hjá sér í Kóavoginum í gær svo tengdó á Selfossi gæti sett inn myndirnar sínar í dag. Já þessi tækni er alveg mögnuð og gaman fyrir þá sem eru ungir í dag að kunna á þessu öllu skil. Nú eru myndirnar mínar úr Stokkseyrarfjöru sem sagt komnar í albúm. Þessa mynd langaði mig til…