Author: Ragna

  • Stundum ganga hlutirnir ekki upp.

    Veðrið í dag var allt of yndislegt til þess að vera innanhúss Ég og myndavélin mín ákváðum því að skreppa á Stokkseyri og athuga hvort ekki finndist eitthvert myndefni þar í fjörunni.  Mikið rétt það var af nógu að taka þar. Ég er nú ekki inni í tæknimálunum en mér skilst að ég sé að taka…

  • Ömmuvika og ný gleraugu.

    Þá er þessi ágæta vika á enda. Fyrsta vikan sem ég er með ömmubörnunum eftir skóla. Reyndar þurfti ég að byrja vinnuferilinn á því að fá frí í tvo daga til að fara í bæinn, en hér eftir verða allir tímar settir á morgnana svo að ekki komi til vandræða. Ég var búin að fá…

  • Loksins tókst það.

    Já loksins tókst mér að koma mynd hérna inná. Þetta er nú bara ein af mörgum myndum sem sýna útsýnið hjá honum Hauki mínum eftir að hann flutti um síðustu helgi. Eitthvað verður hann að hafa til að horfa á þegar konan er á Selfossi en hann í Reykjavík.

  • Komin aftur.

    Mikið er nú gott að vera komin með dagbókina sína aftur. Það er líka mikil heppni í óheppninni að engin gögn skyldu tapast þegar tölvudiskurinn hjá vefþjónustunni hrundi. Takk Jói minn fyrir að koma okkur hjá betra.is aftur á réttan kjöl. Nú á ég bara eftir að fá og læra á nýtt forrit til þess að…

  • Oft leitað langt yfir skammt.

    Já, það er oft sem manni hættir til að leita langt yfir skammt. Ég kom inn í sjónvarpsholið hjá mér í kvöld og tók þá eftir því að sólin endurvarpaði mynd af blómum sem ég er með þar í vasa á hvítan veggin bak við þau. Ég flýtti mér fram að ná í myndavélina og…

  • Aðeins öðruvísi.

    Já nú eru dagarnir hjá mér með aðeins öðru sniði en verið hefur. Í fyrra kom Karlotta til mín eftir skóla tvo daga í viku, en nú er Oddur líka byrjaður í skólanum. Þau hafa verið á skólavist eftir að skólinn byrjaði en eru ekki ánægð þar. Mér datt því í hug að spyrja Guðbjörgu…

  • Geri aðra tilraun seinna.

    Í morgun datt mér allt í einu í hug að heimsækja Selmu frænku mína áður en ég færi í sjúkraþjálfunina. Ég henti frá mér því sem ég var að gera og dreif mig út. Það var hinsvegar enginn heima svo ég varð að láta mér nægja að stela myndum úr garðinum hennar. Eins gott að…

  • Flugeldasýningin.

    Mér fannst frábært það sem "afi" lagði í orðabelginn við færsluna mína "Laugardagur til lukku" um það hvort nú sé ekki að vænta mikillar flugeldasýningar. Hann sér alveg í gegnum mig. Hann er sjálfsagt minnugur þess þegar ég lærði að ramma inn myndir á netinu og síðan birtust ættingjar og vinir næstu daga, fangaðir í…

  • Áfram góð helgi.

    Þegar ég var komin á kreik í gærmorgun datt mér í hug að heimsækja hana Önnu sem er með mér í saumaklúbbnum, en hún er núna á HNLFÍ í Hveragerði. Það varð úr að ég fór og borðaði með henni heilsufæði í hádeginu. Við höfðum svo ætlað að fara og skoða Garðyrkjuskólann og vorum rétt…

  • Laugardagur til lukku 🙂

    Alltaf gaman að vakna á laugardagsmorgnum – eins og auðvitað alla morgna, en það er alltaf eitthvað sérstakt við laugardagsmorgnana. Þó ekki væri annað en tilhlökkunin yfir að fá krossgátuna í Lesbók Moggans og sitja vopnuð blýanti, með bolla af sterku, góðu kaffi og ráða krossgátuna. Um hádegið þegar ég var búin með kaffið og…