Author: Ragna

  • Express – Perlan – nýir skór.

    Haukur fór í bæinn á föstudag til þess að halda áfram að pakka niður fyrir flutninginn úr Hafnarfirðinum. Það var hringt til hans um hádegi og tilkynnt að hann mætti sækja lykilinn að nýju íbúðinni. Spennandi allt saman. Ég ákvað hinsvegar að fara líka í bæinn og hitti Sigurrós, sem aldrei þessu vant var laus…

  • Minningarbrot

    Þó ég hafi ekkert að segja þá er það nú svo að ef maður er með dagbók á annað borð þá sé það ákveðin kvöð að skrifa í hana. Manni finnst alltaf svo skemmtilegur þessi árstími þegar krakkarnir fara að mæta í skólann. Maður sér þessi litlu börn trítla með svo stórar töskur að þau…

  • Góður dagur.

    Ykkur sem lögðuð orð í belg þegar ég birti myndina af stubbnum mínum sendi ég bestu kveðjur. Við áttum góðan afmælisdag saman, bara tvö. Það var búið að halda uppá afmælið áður svo minn var bara fyrsta daginn sinn á skólavistinni því mamma og Magnús Már voru farin að vinna í skólanum. Ömmu fannst það…

  • Oddur Vilberg 6 ára í dag.

    Elsku ömmustubburinn minn er 6 ára í dag og óskar amma honum hjartanlega til hamingju með daginn. Í tilefni dagsins hefst svo fyrsti alvöru skóladagurinn, svo nú tekur alvara lífsins við Ég hef ekki ennþá fengið beiðni frá honum um að ég ætti að hætta að kalla hann ömmustubb. Ég spurði hann fyrir nokkru hvort…

  • Til hamingju með afmælið besta vinkona.

    Í dag á hún Edda Garðars besta vinkona mín afmæli. Við erum búnar að vera vinkonur síðan ég var níu ára gömul og hún flutti í húsið á móti mér á Kambsveginum. Það að eiga svona góða æskuvinkonu sem er búin að upplifa með manni alla gleði og sorgir er svo dýrmætt og eitthvað svo…

  • Ótrúlegt ferðalag.

    Ég var búin að skrifa langan pistil um ferðalag Sigurrósar og Jóa til Hollands í gær. Ég þurrkaði hinsvegar færsluna út þegar ég fór að hugsa um að þau myndu örugglega sjálf vilja segja ferðasöguna sína. Ég get samt ekki á mér setið að segja pínulítið frá – bara svona smá. Þau ætla sem sé…

  • Kleinurnar voru bakaðar í dag.

    Ég nennti ekki að bretta upp ermarnar eins og ég talaði um í gær, ég fann miklu betri lausn – fór í stuttermabol 🙂 Kleinurnar voru sem sé bakaðar í dag og eru nú flestar komnar í frysti, en það er nú ekki mikið mál að velgja þær aftur fyrir notkun. Nú tilkynnist það sem…

  • Næsta árstíð að ganga í garð.

    Dagurinn í dag hefur einkennst af hausti. Ekki það að haustið sé ekki gott því það er ein af okkar fjóru árstíðum sem allar eru jafn sjarmerandi hver á sinn hátt. Það sem hefur gert daginn svona haustlegan er að það var rigningardrungi í morgun og hvasst. Ég kveikti mörg ljós því mér fannst svo…

  • Sléttusöngurinn

    Hér á Selfossi tíðkast það að hafa sléttusöng um þetta leyti í ágústmánuði. Við röðum okkur í kringum varðeld og syngjum saman. Við Haukur fórum núna á laugardagskvöldið eins og við höfum gert síðan við komum á Selfoss. Þetta er hin besta skemmtun sem lýkur með mikilli flugeldasýningu. Veðrið var einstaklega gott núna og lognið…