Author: Ragna

  • Hann á afmælii hann Jói

    Já, hann á 30ára afmæli í dag hann Jóhannes Birgir tengdasonur minn og óska ég honum hjartanlega til hamingju með daginn. Ég fæ nú að smella kossi á hann á eftir því að þau nýgiftu hjónin ætla að koma austur í afmælisveislu Odds Vilbergs sem verður í dag. Oddur á reyndar ekki afmæli fyrr en…

  • Dansað í 15 ár

    Í dag eru 15 ár frá því að við Haukur sáumst fyrst og dönsuðum saman fyrsta dansinn eftir hringdans í Ártúni 1990. Síðan höfum við dansað saman í gegnum lífið. Magnús Már var að kenna mér að nota PhotoFiltre í dag svo ég mátti til með að setja inn þessa mynd, sem ég var að…

  • Það tókst!

    Hún netvinkona mín í Portúgal, sem ég óskaði í gær að ég gæti sent smá rigningu, hringdi til mín í dag og viti menn það var komin rigning hjá henni í dag. Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið íslensk bænheyrsla. Svo verð ég að segja frá því hvað það var gott bragð…

  • Tími fyrir inniverkin.

    Af því að veðrið er svo leiðinlegt í dag, rok og rigning þá ætla ég að setja hérna mynd af uppáhalds sumarblóminu mínu. Í svona veðri er hinsvegar tilvalið að huga að inniverkum, öllu þessu sem maður hefur frestað og ætlað að gera seinna þegar það kæmi rigningartíð. Nú er bara að standa við stóru…

  • Fallegt veitingahús í fallegu umhverfi.

    Guðbjörgu og Magnúsi Má datt í hug að við myndum skreppa í Reykholt og fara þar í smá göngutúr og borða síðan kvöldmat á veitingahúsinu Kletti sem þar er. Þetta er mjög fallegt bjálkahús og maturinn var mjög góður og á ágætis verði. Við borðuðum úti á veröndinni bæði af því að veðrið var svo…

  • Heimsókn Hullu og Nornabúðin

    Ég er ein hérna í kotinu núna. Haukur er á leið til Keflavíkur með Hullu, sem hann bauð til Íslands í "húsmæðraorlof" í síðustu viku. Dana María og Lena fóru með afa á flugvöllinn til að kveðja mömmu sína sem nú er á leið aftur heim til Jótlands, þar sem Eiki og strákarnir bíða spenntir…

  • Verslunarmannahelgin í Sælukoti.

    Á sunnudaginn tókum við þátt í fjölskyldumótinu í Sælukoti, en þar koma alltaf saman um verslunarmannahelgi, tengdamamma og hennar niðjar, þeir sem heima eru og geta mætt. Sigurrós kom hérna austur eftir hádegi en Jói var heima því hann er búinn að vera með einhverja flensu í viku og er alls ekki orðinn góður. Guðbjörg…

  • Málverkasýning og fjallganga.

    Já, það er nóg að gera þessa dagana. Í gærkvöldi fórum við á opnun málverkasýningar hjá mági mínum Jóni Inga Sigurmundssyni í Eden í Hveragerði. Þarna er mikið af mjög fallegum myndum og ég hvet alla til að fara og skoða sýninguna. Það spillir heldur ekki fyrir að verði myndanna er mjög stillt í hóf,…

  • Gaman, gaman.

    Já það heldur áfram að vera sól og blíða og 24 – 26 °hiti. Nú er það bara orðið þannig að um miðjan dag þá bara getur maður ekki verið lengur úti því það er svo heitt. Þið sem búið í Reykjavík hafið fengið svona einn og einn þokudag en við erum bara í sólinni…

  • Lítið skrifað vegna veðurs.

    Já, þegar veðrið er svona gott eins og það hefur verið síðustu daga þá sniðgengur maður tölvuna sína. Það má eiginlega segja að við búum pallinum þessa dagana og komum ekki í hús nema til að sinna nauðþurftum og til að sofa. Við vorum að segja það í kvöld þegar við sátum úti að borða…