Author: Ragna

  • Hún á afmæli í dag ………

    Hún á afmæli hún Sigurrós, hún á afmæli í dag. Það eru orðin 26 ár síðan við Sigurrós litum hvor aðra fyrst augum á Fæðingardeildinni og vel hefur ræst úr litla krílinu sem ég hélt á í fanginu þann 19. júlí 1979 og auðvitað er mamma montin af stelpunni sinni. Nú spókar hún sig í…

  • Kaupsamningar og tiltekt.

    Jæja nú er komin vika frá brúðkaupi og eins og við er að búast er lífið komið í sitt fyrra horf eftir allan spenninginn undanfarið. Við höfum svo sem haft í nógu að snúast og fórum m.a. tvisvar í vikunni í bæinn í heimsókn á fasteignasölur. Í fyrra skiptið var Haukur að skrifa undir kaupsamning…

  • Undirbúningurinn og Brúðkaupið.

    Hér eru lukkulegu brúðhjónin komin í veislusalinn. Magnus minn, ég vona að þú fyrirgefir mér, að ég nældi mér í myndir úr albúminu þínu því ég tók engar sjálf. Hér fyrir neðan stikla ég svo á stóru um undirbúninginn og brúðkaupið sjálft. Á meðan við Guðbjörg spókuðum okkur í sólarhitanum á Spáni ásamt fylgifiskum þá…

  • Brúðkaupið á laugardag.

    Það kemst ekkert annað að þessa stundina en brúðkaupið á laugardag svo ég ætla ekki einu sinni að reyna að setja inn færslu fyrr en eftir næstu helgi. Kær kveðja og góða helgi. Hér er mynd af tilvonandi brúðhjónum á góðri stundu.

  • Ísland í dag – Spánn seinni partinn í júní.

    Mikið erum við, sem búum á norðlægum slóðum, heppin að geta bætt við okkur flíkum þegar okkur finnst of kalt á sumrin. Við sjáum sólina í útlöndum í draumsýn og auðvitað grípum við fyrsta tækifæri til að komast til draumalandsins. Þannig var einmitt háttað um undirritaða, sem nú er nýkomin heim frá Spáni, þar sem…

  • Smá pása.

    Svona eins og aðrir taka sér sumarleyfi þá ætla ég að taka mér smá frí frá blogginu og taka svo upp þráðinn endurnærð í byrjun júlí enda verður mikið að gerast þá, sem gaman verður að skrifa um í dagbókina sína. Ég bið ykkur bara vel að lifa og hlakka til að verða í sambandi…

  • Afmælisbörn og góðar stundir.

    Hún Dana María, afastelpan hans Hauks er orðin 18 ára, en hún á afmæli í dag. Við óskum henni hjartanlega til hamingju. Svo vorum við í afmælinu hans Sigþórs í dag, en hann átti afmæli þann 5. júní en það varð að fresta því af því Sólrún María, litla systir hans var svo lasin. Í…

  • Ekki eins töff og ég var álitin vera.

    Það voru gerðar tvær tilraunir til þess að ég sæi STAR WARS. Sú fyrri fór fram í gærkvöldi en þá var ég svo heppin að eitthvað hafði bilað í sýningarvél svo að sýningunni var aflýst. Ég var því alveg róleg og vonaði að þar með myndi málið niður falla. En það gerði það ekki, því…

  • Götustelpurnar og skrítna ballið.

    Ég dreif í því að kalla á nokkrar konur hérna úr götunni til að koma í AVON kynningu hjá mér og smá veitingar á miðvikudagskvöldið. Þetta reyndist verða hið skemmtilegasta kvöld og þó ég hafi farið af stað með hálfum huga, þá sá ég sko ekki eftir því að hafa hleypt í mig kjarki og…

  • Amma og stubburinn, sem er að verða of stór til að kallast stubbur.

    Síðustu daga hefur ungur herramaður verið mjög spenntur að fá að koma í Sóltúnið til ömmu. Það er komið los á krakkana sem eru að hætta í leikskólanum. Um daginn var formleg útskrift og þá hættu nokkur þeirra alveg, þar á meðal Dagur Snær besti vinur Odds Vilbergs. Af því leiðir að nú hefur Oddur…