Bloggið að verða ónothæft.

Það er eitthvað mikið að í sambandi við bloggið mitt og ég er alltaf að missa út þann texta sem ég er búin að skrifa. Það gerðist meira að segja í gær að ég vistaði það sem ég hafði skrifað áður en ég smellti á staðfesta, en það dugði ekki til því eins og venjulega lenti ég aftur á byrjunarreit og þegar ég ætlaði svo að skella inn “paste” þá kom ekkert.  Næst prufaði ég að skrifa skjalið í ritvinnslunni og skella svo “copy” og “paste” en viti menn ég gat sett á “copy” en þegar ég ætlaði að smella því inn með “paste” gerðist ekkert.

Þetta er nú ein af ástæðunum fyrir því hvað ég blogga orðið lítið því ég verð svo pirruð þegar þetta gerist. Ég virðist þurfa að vista á nokkurra mínútna fresti til þess að þetta gerist ekki, en stundum gleymir maður bara tímanum og þá er allt farið. Þetta vista ég nánast eftir hverja setningu, en slík vinnubrögð henta mér bara ekki.

Myndaalbúmið hefur ekki verið hægt að skoða í marga mánuði því þegar það á að opna það þá kemur bara stórt ERROR á skjáinn.

Ég vildi bara láta vita hver er ein stærsta orsökin fyrir því að ég er svona slöpp í blogginu. Mér finnst sjálfri gaman að skoða eldgamlar færslur í dagbókinni og oft hef ég þurft að finna út eitthvað sem gerðist á ákveðnum tíma, en nú eru langar eyður og mér bara líkar það ekki því fyrst og fremst hef ég nú párað þetta fyrir sjálfa mig þó einstaka aðrir hafi kíkt á þetta.

Æ fyrirgefið nú pirringinn í mér, en mér þótti nefnilega vænt um þennan miðil.


Comments

7 responses to “Bloggið að verða ónothæft.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *