Ekki búin að gleyma.

Ég er ekki búin að gleyma þér kæra dagbók og ég vil líka láta þig vita að það eru eingöngu góðar fréttir af mér. Það er bara einhver sumarleti hangandi yfir mér svo ég kemst ekki með nokkru móti í rétta gírinn til þess að setja inn færslur. Ég hef aldrei verið slappari að skrifa heldur en eftir að ég ætlaði að fara að snúa mér að skapandi skrifum eftir að hafa tendrast upp á fyrirlestri um slíkt.  Ha,ha.  Þá fór ég nefnilega að velta því fyrir mér hvernig skrifin ættu að vera eða ekki að vera og endaði með því að ég hef ekkert skrifað.  Meiri vitleysan.  Besta bloggið er auðvitað bara það sem kemur frá hjartanu en ekki eftir einhverri formúlu.  Ég vona að ég fari nú að komast í svona smá stuð þegar líður meira á sumarið og þá ætla ég ekki að reyna að vera eitthvað sem ég er ekki heldur segja þér dagbók mín kær bara það sem mér liggur á hjarta hverju sinni.  Fyrst og fremst vil ég halda utan um ýmislegt í mínu lífi og leyfa mínum nánustu að fylgjast með því hvað mér liggur á hjarta og hvað ég finn gamalt í ýmsum pokahornum.

Ég kveð í bili og hlakka til að njóta fallega sumardagsins sem spáð er á morgun.   Bless þar til næst.


Comments

2 responses to “Ekki búin að gleyma.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *