Í nöldurgírnum.

Hvað finnst ykkur um það að útvarpsstjóri þiggi yfirvinnugreiðslur fyrir að lesa fréttir á ríkissjónvarpinu og meira að segja auglýsingar um dagskrá líka?

Páll Magnússon er auðvitað með myndarlegri mönnum og áheyrilegur er hann líka enda er það ekki ástæðan fyrir vangaveltum mínum.  Þegar ég hinsvegar heyrði að hann fengi sérstaklega greitt fyrir þetta þá fór ég að hugsa um þá fréttamenn sem eru í fullu starfi sem slíkir og fá laun samkvæmt því og myndu kannski þiggja að fá  þessa yfirvinnu  til að auka tekjur sínar.

Nú vil ég taka það fram að ég hef ekki hugmynd um hvort fréttamenn hjá RUV eru á háum eða lágum launum og það sem meira er, kannski eru þeir guðsfegnir því að geta unnið minna sem þessu nemur. Ég hef bara verið að velta þessu fyrir mér og þegar ég heyrði dagskrárauglýsingu lesna af útvarpsstjóra í sjónvarpinu áðan, þá datt mér í hug að heyra álit annarra á þessu.    

Svo lofa ég að fara út nöldurgírnum. Ég var að átta mig á því að þetta er önnur nöldurfærslan í röð hjá mér.  Hvað er eiginlega í gangi?   Undecided


Comments

5 responses to “Í nöldurgírnum.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *