Ríkidæmi mitt.

Ég er búin að sitja góða stund og skoða myndaalbúmin mín hérna á heimasíðunni. Myndirnar frá árunum á Selfossi eiga alltaf alveg sérstakan sess í huga mér því ég fékk að njóta þess að verja svo miklum tíma með elstu barnabörnunum mínum sem bjuggu líka á Selfossi á þeim tíma.  Svo finnst mér bara svo rosalega skemmtilegt að skoða myndir og upplifa ýmsa atburði í gegnum þær.
Já góðar endurminningar ásamt nýrri upplifun með fjölskyldunni eru mitt ríkidæmi.

IMG_0186


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *