Vöknuð

Sigurrós skrifar:

Mamma var að hringja. Hún var sum sé vöknuð og komin niður á deild. Hún hljómaði nú aðeins hressari en ég bjóst við og það var gott að heyra 🙂 Hún fékk fínan svæfingalækni sem sagðist sko gera allt sem í sínu valdi stæði til að fólki yrði ekki óþarflega óglatt þegar það vaknaði, en það hefur einmitt oft hrjáð mömmu að svæfingaefnið veldur gjarnan ógleði hjá henni. Hún er sum sé alveg laus við að vera óglatt og vonandi helst það þannig áfram.

Hún bað kærlega að heilsa öllum og þakkaði fyrir kveðjurnar og allar góðu hugsanirnar, en það gerum við systurnar einnig og þökkum ykkur fyrir að hugsa svona fallega til hennar 🙂

This entry was posted in Helstu fréttir.. Bookmark the permalink.

7 Responses to Vöknuð

  1. Dandý says:

    Gott að vita:)

  2. selma says:

    Gott að heyra …..góðar batakveðjur og knús til mömmu.

  3. þórunn says:

    Takk, það er léttir að heyra þetta því oftast er fyrsti sólarhringur eftir aðgerð, erfiður.
    Bestu kveðjur, Þórunn

  4. Anna Bj. says:

    Þakka þér fyrir þetta, Sigurrós mín!
    Gott að þetta er afstaðið.og svo biðjum við algóðan guð að láta afturbatann verða farsælan. Kærar kveðjur til ykkar systra og Hauks.

  5. Oddný says:

    Gott að hún vaknaði svona hress.
    Kærleikskveðjur til ykkar allra.
    Oddný

  6. Svanfríður says:

    Takk fyrir upplýsingarnar. Knús til ykkar allra.

  7. Elísabet H Einarsdóttir says:

    Gott að heyra og vona að allt fari vel. Kærar kveðjur til Hauks og fjölskyldunnar.

Skildu eftir svar