Fyrsti dagurinn gekk vel

Sigurrós skrifar:

Við systurnar fórum að heimsækja mömmu í kvöld og hún var furðuhress, sátt og sæl. Hún fékk reyndar einhverja mænudeyfingu í svæfingunni og hún er meira en hálfan sólarhring að fara úr, svo að það má svo sem alveg búast við því að verkirnir eigi eftir að aukast, en það er a.m.k. gott að vera ekki með of mikla verki svona fyrsta daginn.

Haukur og Edda Garðars ætla að kíkja á hana á morgun og við Guðbjörg heyrum nú í henni í síma líka. Ég get þá látið ykkur vita hvernig hún er á morgun.

This entry was posted in Helstu fréttir.. Bookmark the permalink.

7 Responses to Fyrsti dagurinn gekk vel

  1. Katla says:

    Mikið er gott að fá fréttir. Takk fyrir Sigurrós : )

  2. Takk fyrir systur. Er einhver niðurstaða komin? Kveðja frá okkur Bróa

  3. Eygló Rúnarsdóttir says:

    Gott að fá fréttir – takk fyrir það. Mínar bestu kveðjur

  4. Sigurrós says:

    Guðlaug, það tekur líklega ca. viku að fá niðurstöður úr rannsókn á æxlinu svo að það er ekkert vitað alveg strax. En hún átti nú eftir að hitta sjálfan skurðlækninn svo að kannski fær hún einhverjar fleiri upplýsingar á morgun.

  5. Hafdís Baldvinsdóttir says:

    Mikið er gott að heyra að þetta er allt yfirstaðið. Takk kærlega fyrir Sigurrós. Skilaðu innilegum kveðjum með óskum um góðan bata og góðar niðurstöður.

    Kær kveðja

    Hafdís Baldvinsd.

  6. Dandý says:

    Góðar kveðjur

  7. Hildur says:

    Kærar þakkir Sigurrós að miðla okkur fréttum . Bestu kveðjur til ykkar allra
    Hildur

Skildu eftir svar