Í tiltekt áðan

fann ég  smá bréfsnifsi sem á var párað ljóð, sem hafði komið upp í huga mér þegar ég var í Hveragerði s.l. vetur. Þetta var daginn eftir bóndadag og alveg ömurlega leiðinlegt veðrið.  Ég er svo langt frá því að geta samið ljóð, svo í ljósi þess fannst mér merkilegt þegar þetta kom í hausinn á mér.  En þrátt fyrir það að kveðskapurinn er engan veginn gallalaus, sérstaklega ein vísan, sem er með gallan seinnipart, þá ætla ég samt að halda uppá þetta fyrst ég fann það aftur. Ég var bara alveg búin að gleyma þessu.

Þorrinn kom hér þeysandi
þykist góður með sig
Úti er slyddan ausandi
alveg að fara með mig.

Í dag er úti veður vott
og verður næstu daga
Veðurguð minn gerðu oss gott
og reyndu þetta að laga.

Þá munum vér þóknast þér
og Þorrann þreyja
alla okkar daga hér
og enginn deyja.

Myndin minnir mig að sé tekin daginn áður.

Mynd0057

This entry was posted in Ýmislegt. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar