Fréttapistill 2 úr Heilsustofnun.

Eftir rólega viku þá er allt í einu allt að fara í gang. Ég fékk fyrsta nuddið og fyrstu sjúkraþjálfunina í morgun og á að mæta aftur í fyrramálið. Nú er búið að plástra vinstri hliðina á mér og vonandi dugar það á bjúginn undir hendinni – Hálsinn er aftur á móti sér kapituli – ég má ekkert gera sem reynir neitt á hann og sjúkraþjálfararnir ekki heldur. Þetta skýrist nú allt betur innan tíðar og ég á pantaðan tíma hjá Aroni Björnssyni þegar ég verð komin heim aftur og þá skýrist allt enn betur. Það verður fínt að vera komin á betra ról að öðru leyti þá.  Það er kannski ekkert skrýtið að manni versni fyrstu dagana – ég er örugglega ekkert ein um það

Það er verið að vinna hérna á ganginum allan daginn og óspart verið að bora í veggina hérna í kringum mig  með tilheyrandi hávaða, allt í gangi vegna vegna nýrrar vatnsleiðslu .Þær í hjúkruninni vilja allt fyrir mig gera og ég er komin í mun betra rúm. Svo hef ég verið að fá bakstra og hvíld í Lacyboystól inni í hvíldarherbergi og það er dásamlegt .

Nú er ég farin að kynnast aðeins fólkinu á staðnum, svona þeim sem maður kærir sig um og langt frá því að mér leiðist, því meðferð og hvíld til skiptis er besta blandan til að byrja með. Í kvöld er kvöldvaka,  en ég fór bara í náttföt og sleppti henni.

Um helgina fer ég heim því ég á að hitta lækni á LSH á mánudagsmorgun og sama dag á að kistuleggja hana Ástu sem var með okkur í saumaklúbb öll árin frá 1964. Blessuð sé minning hennar Ástu okkar.  Um síðustu helgi fékk ég þær döpru fréttir að að í þetta skiptið yrði líklega lítil von um bata hjá henni eftir mjög erfið og löng veikindi og aðfararnótt mánudagsins var hun öll. Við höfum verið nokkrar saman í saumó  í öll þessi ár án þess að nokkurn tíman hafi komið upp leiðindi á milli okkar – 49 ár á þessu ári.  Við eigum eftir að sakna Ástu sárt.

Ég læt hér staðar numið í bili – tek mig kannski til í næstu viku og set aftur inn smá pistil. Ég get bara ekki alveg hugsað á þessa litlu tölvu og hef ekki lausa mús svo þetta er sjálfsagt allt meira og mina bjagað.
Bless í bili og kær kveðja úr Heilsustofnun.


Comments

6 responses to “Fréttapistill 2 úr Heilsustofnun.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *