Author: Ragna

  • Borgarferð í blíðviðrinu.

    Við ákváðum það í morgun að skreppa til höfuðborgarinnar eins og sveitafólkinu ber að gera öðru hvoru svona til að ryðga ekki í umferðarreglunum og til að sjá hvernig borgarfólkið er klætt. Ekki nennti ég samt að fara á neinar útsölur þó þær væru auglýstar í hundraðatali. Haukur átti erindi í Hafnarfjörðinn til að slá…

  • Ýmislegt úr liðinni viku.

    Það eru nú nokkrir dagar síðan ég hef skrifað í dagbókina mína. Sigurrós og Jói eru nú alveg flutt í Arnarsmárann, og búin að gera fínt hjá sér. Það eina sem ekki er komið í lag eru tölvumálin en þau bíða og bíða eftir því að OG Vodafone flytji fyrir þau símann og tölvutengingarnar. það er…

  • Betraból II. komið í stand.

    Til hamingju Sigurrós og Jói með nýja Betrabólið ykkar sem nú er orðið glansandii fínt á mettíma. Já það má segja vel af sér vikið að fá afhenta fjögurra herbergja íbúð á laugardagskvöldi, fá liðsauka í málningarvinnu á sunnudagsmorgni , mála loft og veggi í allri íbúðinni, fá viðbótarliðsauka  í flutningana á þriðjudegi og taka svo upp…

  • Leiðinlegasta tíkin – pólitíkin.

    Ég dreif mig auðvitað á kjörstað strax og ég var kominn á fætur í morgun. Ég hef nú haldið þeim sið að þegar um kosningar er að ræða þá byrja ég daginn á því að kjósa, líka þegar maður skilar auðu :)? Ég leyni ekkert þeirri skoðun minni að forsetaembættið sé orðið allt of pólitískt. Mér er…

  • Kleinubakstur og gömul minning.

    Eftir alla sólina og hitann var ágætt að fá smá vætu þó við hefðum alveg komist af með minna en þessi ósköp sem búið er að rigna. Það var samt ekki nema smástund sem gerði hvítt af hagléli hérna á miðvikudaginn, minna en margir aðrir máttu þola eftir því sem fregnir herma. Ég er búin að…

  • Konan er reið.

    Mikið er nú búin að vera einstök veðurblíða í marga daga. Ég hef varla kveikt á tölvunni enda tæplega komið í hús nema yfir nóttina. Nú er ég hinsvegar komin í tölvusamband aftur og búin að lesa uppáhalds bloggin mín. Það er eitt ákveðið mál sem mér liggur á hjarta núna. Það er kannski ekki  merkilegt að segja…

  • 17. júní.

    Gleðilega þjóðhátíð! Alltaf finnst mér jafn gaman að taka þátt í hátíðarhöldum á 17. júní. Ég held það sé vegna þess að það er ennþá svo mikið eftir af barninu í mér. Það sama má segja um jólaböllin en þau eru ómissandi. Það var ekki amalegt að líta út þegar ég vaknaði í morgun. Glampandi…

  • Útskrift Jóa o.fl.

    Ég byrja nú á því að óska honum Jóa til hamingju með útskriftina á laugardaginn, en nú er hann orðinn tölvunarfræðingur með BS gráðu. Það var gaman að fá að fagna þessum áfanga með honum, Sigurrós og fjölskyldu Jóa. Það hittist þannig á að margir voru fjarverandi sem annars hefðu komið. T.d.voru Guðbjörg og Magnús Már úti í…

  • Ekkert blogg í góða veðrinu.

    Mikið er veðrið búið að vera ótrúlega gott. Við Haukur höfum bara ekki komið í hús. Við höfum nú byrjað dagana á því að fara í langan göngutúr út í sveit en það ég kalla það þegar maður fer gömlu göturnar sunnan við bæinn. Það er svo yndislegt að ganga þar, engin umferð en mikill…

  • Grænfáninn móttekinn.

    Mikið er nú yndislegt þegar veðrið er svona gott eins og í dag, að ekki sé nú talað um þegar eitthvað stendur til utanhúss.  Mér var boðið að koma með á leikskólann Álfheima í dag á vorhátíð og til að fagna því að leikskólinn var að fá afhentann alþjóðlega Grænfánann. Það hefur verið mjög skemmtilegt…