Author: Ragna

  • Byrjun á ferðasögu.

    Já við skelltum okkur í ferð með Gigtarfélaginu og eldri borgurum þann 26. apríl. Það má segja að ég hafi ekki verið viss um að komast fyrr en daginn áður en allt blessaðist þetta nú og til Mallorca fórum við.  Ég hef aldrei heimsótt þessa eyju áður en Haukur hafði verið þarna fyrir 23 árum.…

  • Komin aftur.

    Þá er ég komin aftur til leiks og eins og þeir sem fá Óskarsverðlaunin gera ætíð, þá ætla ég að byrja á því að þakka þeim sem hafa saknað mín og sent mér kveðjur. Það þótti vissast að fara með mig nógu langt í burtu frá tölvunni svo ég færi ekkert að stelast til að…

  • Hvíld frá tölvunni í bili.

    Nú hef ég fallist á að hvíla mig algjörlega frá tölvunni í svona mánuð. Ég byrja svo tvíefld aftur einhverntíman seinni partinn í maí og ætla þá að setja inn meira af uppskriftum.   Ég vona að þið þarna úti hafið það reglulega gott og  eigum við ekki að vera sammmála um að taka á móti…

  • Á lífi og í framför.

    Ég á sérstaklega einum manni miklar þakkir skildar og ekki í fyrsta skipti. Það er hann Jakob Gunnarsson sjúkraþjálfari sem enn og aftur hefur komið mér til bjargar svo nú sé ég fram á bjartari tíma. Ég er nú ekki orðin góð enda væri þá um kraftaverk að ræða en  ég get alveg sungið “alltaf…

  • Falin færsla – óbirt

    Ég var að fara að klæða mig á miðvikudagsmorguninn þegar ég varð svo skrítin í höfðinu og stuttu seinna fékk ég uppköst.  Til að gera langa sögu stutta þá var ég nú svo heppin að Haukur var hérna og hann dreif mig upp á sjúkrahús þar var ég í blóðprufum og einhverju stússi í eina…

  • Hvílík vika.

    Ég er nú búin að vera svo lasin þessa viku að ég hef bara ekki haft krafta til þess að setja neitt inn á dagbókina mína. Ég ætla nú að stytta söguna verulega en ég er búin að vera að drepast í höfuðverk og ógleði með uppköstum síðan á miðvikudagsmorgun. Ég veit ekki hvað ég er búin…

  • Páskar og eftir páska

    Jæja, þá eru nú páskarnir liðnir og þessir venjulegu dagar teknir við. Mikið er maður nú búinn að borða mikinn og góðan mat. Við getum hins vegar verið ánægð með það að við létum páskaeggin alveg eiga sig. Keyptum ekki einu sinni páskaegg til þess að fá málsháttinn. Það vill nefnilega svo til að okkur…

  • GLEÐILEGA PÁSKA

    Ég var nú ákveðin í því að fara í messu í gærmorgun en þegar ég fór að athuga þá var bara engin messa. Þess í stað var lesið úr passíusálmunum allan daginn í kirkjunni.  Eftir hádegið rölti ég yfir til Eddu en þau voru þá að koma úr löngum göngutúr. Ég stoppaði nú ekki lengi.…

  • Sigurrós í heimsókn og fermingarveisla í dag.

    Ég skrapp í bæinn á þriðjudaginn og sótti Sigurrós en hún var búin að ákveða að vera í tvær nætur hjá mömmu. Ég var komin til Sigurrósar um hádegi og við ákváðum að skreppa inn í Glæsibæ svona í leiðinni austur. Ég hef nefnilega ekkert komið í Glæsibæ eftir breytingarnar og þetta er nú einu sinni…

  • Kleinur og tilþrif.

    Ég fór í langan göngutúr í góða veðrinu í morgun, svindlaði reyndar aðeins því ég kom við hjá Selmu og stoppaði þar smá stund og drakk með henni tebolla. Það var reyndar ekki á dagskránni en ég var eins og venjulega að þræða alls konar göngustíga og uppgötvaði svo að ég var komin í götuna…