Kleinur og tilþrif.

Ég fór í langan göngutúr í góða veðrinu í morgun, svindlaði reyndar aðeins því ég kom við hjá Selmu og stoppaði þar smá stund og drakk með henni tebolla. Það var reyndar ekki á dagskránni en ég var eins og venjulega að þræða alls konar göngustíga og uppgötvaði svo að ég var komin í götuna hjá Selmu, en heppilegt 🙂 Ég komst að því af hverju mamma hennar og pabbi voru ekki heima í bústaðnum í gær. Selma og Jói höfðu farið uppeftir í heimsókn með Sigþór, síðan fóru þau öll saman í bíltúr og síðan í heilmikla skógarferð um skemmtilegt svæði þarna í Grímsnesinu. Ég þarf endilega að muna að fara einhverntíman með barnabörnin og ganga þarna um. Það hljómaði alla vega vel lýsingin hjá Selmu.

Jæja þegar ég kom úr göngutúrnum í morgun þá ákvað ég að fresta því ekki lengur að baka kleinurnar, sem ég hef lengi ætlað að baka. Nú er sem sagt aftur komin full skúffa af nýbökuðum kleinum í frystiskápinn.

Ég ákvað svo að gera páskatilþrifin í dag til þess að vera ekki að stússast í því þegar Sigurrós verður komin á morgun. Nú ætla ég hinsvegar að njóta þess að koma mér vel fyrir og horfa á Survivour.

 

Guðbjörg og krakkarnir eru himinlifandi yfir dvölinni á Akureyri og voru þar í ágætisveðri í dag og ég sé að spáin fyrir morgundaginn er líka góð.

 

Bestu kveðjur úr Sóltúninu.


Comments

2 responses to “Kleinur og tilþrif.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *