Author: Ragna

  • Orðsending til afa.

    Mig langar bara til að þakka þér “afi” fyrir heilræðin í sambandi við túlipanana og fyrir að hafa skrifað í gestabókina mína. En nú ætla ég að krefjast enn meira af þér. Þannig er að þó það sé auðvitað spennandi að eiga svona leynivin “sem læðist til mín eins og þjófur á nóttu”  þá kann ég betur…

  • Menningarhelgi.

    Ég verð nú að byrja á því að dásama veðrið síðustu daga því það er nógu oft sem maður er að tuða um hvað veðrið er leiðinlegt.  Já, það var bara sannkallað vor í lofti í gær. Ég byrjaði nú daginn á því að fara í klukkutíma göngutúr upp úr klukkan níu. Reyndar var sólin…

  • Endurfundir.

    Í dag var nokkuð merkilegt á dagskrá hjá mér. Það var ákveðið fyrir nokkru síðan að þeir sem ólust upp í Kleppsholtinu og voru fæddir á árunum 1941 – 1975 ætluðu að hittast í Áskirkju í dag og hafa fjölskyldur sínar með. Við Guðbjörg fórum upp úr hádegi í bæinn og sóttum Sigurrós og síðan…

  • Spennumynd

    Úff, af hverju gerir maður þetta nú. Ég var að horfa á bíómynd, þ.e.a.s. spennumynd á Skjá einum “Dead Calm”. Þetta er nú ekki það sniðugasta sem maður gerir þegar maður er einn heima. Ég tók mér pásu frá því að skrifa inn á tölvu úr skipsdagbók systur minnar og fór að horfa á þessa mynd á…

  • Helgin að baki.

    Sallafín helgi er nú að baki. Sigurrós kom í heimsókn á föstudaginn og við mæðgurnar fórum allar saman á Steikhúsið og fengum okkur að borða á föstudagskvöldið. Komum síðan hérna heim og horfðum á Pelican Brief á Skjá einum. Við vorum reyndar allar búnar að sjá hana áður en mundum bara svona jafnóðum hvað var…

  • Át og meira át.

    Ég er nú að taka eftir því að þetta getur svona tæplega kallast dagbók hjá mér lengur því ég er hætt að færa nema svona á viku fresti. Síðasta vika var mjög góð. Haukur kom austur á föstudag. Þá um kvöldið litu Hulla og Eiki aðeins inn. Það er alltaf svo gaman þegar þau líta inn…

  • Nóg að gera.

    Þrátt fyrir fögur fyrirheit verð ég að viðurkenna að ég hef ekki farið út að ganga á hverjum degi þessa viku. Ég fór á mánudaginn og þá var hvílík hálka að ég þóttist góð að koma heim óbrotin. Síðan er búið að vera algjört slagveður og ég sé ekki að maður fái mikið út úr…

  • Ekta fínt dansiball.

    Það er best að bregða ekki út af vananum og byrja á því að tala um veðrið. Í allan dag hefur mér fundist vorið vera á næsta leyti. Nú er allt orðið autt og það er svo hlýtt. Börnin virðast finna þetta líka því Karlotta og Oddur komu aðeins í dag og fóru út með…

  • Er vorið að koma?

    Svo maður haldi nú áfram með þetta sér íslenska fyrirbæri að tala um veðrið þá fannst mér, þegar ég sat böðuð í sól, í heita pottinum í sundlaugunum í dag að nú færi veturinn að fara halloka fyrir vorinu. Það voru fleiri sammála um hvað það var eitthvað vorlegt í dag. Einn spekingur sem var…

  • Smá pistill.

    Hvað er hægt að segja annað en allt gott á svona fallegum degi eins og er í dag. Ég er orðin miklu betri af kvefinu og astmanum og komin með nýjan skjá við tölvuna mína. Sigurrós var að skipta um tölvu og gaf mömmu gamla skjáinn sinn. Hvílíkur munur :). Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því hvað…