Endurfundir.

Í dag var nokkuð merkilegt á dagskrá hjá mér. Það var ákveðið fyrir nokkru síðan að þeir sem ólust upp í Kleppsholtinu og voru fæddir á árunum 1941 – 1975 ætluðu að hittast í Áskirkju í dag og hafa fjölskyldur sínar með.

Við Guðbjörg fórum upp úr hádegi í bæinn og sóttum Sigurrós og síðan héldum við ásamt Karlottu og Oddi til fundar við gömlu leikfélagana, aðallega þó mína því það komu færri af yngri kynslóðinni. Guðbjörg hitti t.d. bara einn strák, Óskar sem hún þekkti.  Það var mjög góð mæting  meira en fullur salurinn á neðri hæð Áskirkju og gaman að hitta þá sem maður lék sér við í þá gömlu góðu daga og hitta  fjölskyldur þeirra. Hver fjölskylda kom með eitthvert meðlæti fyrir sig og allt var sett á hlaðborð. Það gerði þetta einfaldara í sniðum. Ég held það sé alveg rétt hjá mér að það var aðallega ein fjölskylda sem hafði frumkvæðið að þessu og sá að mestu um framkvæmdina en það var fjölskylda Óskars sem var með Sunnubúðina til margra ára og var Helga Óskarsdóttir þar fremst í flokki. Eiga þau miklar þakkir skildar. Ég var auðvitað skúffuð að Edda Garðars er á Kanarí núna og Guðrún systir hennar kom ekki en bræðurnir Hannes og Snorri bættu það upp að nokkru. Svo hitti ég Tótu mína, Sigga og Dísu, Möggu af Kambsvegi 22 og systur hennar, Erlu Kristínu af 21, Krakkana úr Laufholti, en þar bjuggu 10 systkini ( þau komu reyndar ekki öll), Magnús af Kambsvegi 13 og fleiri og fleiri. Þetta var sem sagt mjög gaman og  Hér eru myndir sem Sigurrós tók í tilefni dagsins.  Takk Sigurrós mín.

Vonandi verður þetta endurtekið einhverntíman seinna. Til er ég að mæta þá.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *