Author: Ragna
-
Gleðileg jól!
—
by
Ég hef ákveðið að geyma frekari dagbókarfærslur þar til á nýju ári. Ég var í síðustu viku búin að skrifa heilmikinn annál þegar rafmagnið sló út hjá mér vegna þess að perur í útiljósaseríunni höf’u slegist saman og pera brotnað í mikilli rigningu og roki sem þá var. Ég varð svo fúl að ég hafði ekki…
-
—
by
Það var aldeilis frábært hjá okkur frænkukvöldið. Við gerðum svaka fínar jólakúlur og borðuðum fínu réttinga sem Selma reiddi fram. Annars vísa ég á bloggið hennar Sigurrósar því hún gerir þessu góð skil með myndum o.fl. Maður er að komast í hvílíkan jólahug. Ég er búin að setja upp aðventudótið mitt og núna tók ég alla…
-
Piparkökur og skreyttur bær.
—
by
Við mæðgurnar skelltum okkur í piparkökubaksturinn um síðustu helgi. Sigurrós kom austur á laugardaginn og gisti eina nótt. Við ákváðum bara að vera ekkert að bíða með þetta. Það er svo erfitt að finna helgar sem öllum henta. Við vildum líka að krakkarnir yrðu með en þau eru alltaf aðra hvora helgi hjá pabba sínum. Katrín hans…
-
Stórmarkaðafælnin.
—
by
Jæja þá er ég nú komin heim úr Reykjavíkinni. Þetta var nú svona frekar hefðbundið hjá mér. Ég byrjaði hjá Tótu og drakk þar a.m.k. þrjá kaffibolla og borðaði súkkulaðirúsínur og allskonar nammi með. Það er svo sorglegt þegar maður finnur þetta skýra gamla fólk byrja að tapa minni og segja manni a.m.k. þrisvar sama…
-
Léleg frammistaða.
—
by
Já það er orðin mjög léleg frammistaðan hjá mér við Dagbókina mína. Ég hef svo sem haft ýmsar afsakanir en þetta er svona eins og hvað annað sem verður vani að gera og svo dettur maður af einhverjum ástæðum út úr vananum og þá er eins og það sé svo erfitt að koma sér í…
-
Nýtt slátur, nammi namm.
—
by
Jæja, þá er maður nú enn búinn að bæta við ári í lífshlaup sitt. Ég fékk margar góðar hringingar í gær, verst var þó að missa af hringingunni frá Eddu Garðars, sem hringdi meðan ég var í sjúkraþjálfuninni. Hún virðist nefnilega stödd í útlöndum allavega kom 00 354 á undan númerinu svo það fer ekki…
-
Slæmt og gott.
—
by
Ég hef nú svo sem ekki mikið til að tjá mig um því ég er búin að vera hálf slöpp sjálfsagt með einhverja af þessum blessuðu pestum sem eru í gangi. Þung í hausnum, illt í hálsinum og eitthvað ónóg sjálfri mér. En eins og Pollyanna fann alltaf eitthvað gott þá ætla ég að bæta…
-
Miklar breytingar.
—
by
Enn einu sinni er orðinn allt of langur tími síðan ég setti færslu í dagbókina mína. Ég veit varla hvar ég á að byrja. Þetta hafa verið viðburðarríkir dagar, reyndar svo viðburðarríkir að ég hef ekki haft nokkurn tíma til að svo mikið sem hugsa til dagbókarinnar minnar. Á sunnudaginn fyrir rúmri viku var ég…
-
—
by
Mikið rosalega er ég orðin slöpp að skrifa í dagbókina mína. Ég á nú von á því að eftir næstu viku verði ég duglegri við þetta. Ég hef svona verið aðeins að hjálpa Guðbjörgu, sem er nú óðum að ná sér eftir æðahnútaaðgerðina. Á föstudaginn voru saumarnir teknir og þá gat hún farið að keyra sjálf…
-
Farið langt aftur í tímann.
—
by
Við systur mættum samviskusamlega í sundleikfimina í dag þegar í ljós kom að hún féll niður. Okkur fannst nú að við yrðum að gera eitthvað af okkur fyrst við vorum búnar að ætla tímann í þetta. Auðvitað hefði legið beinast við að við færum bara sjálfar í sund eða færum í göngutúr eða gerðum eitthvað…