Langt síðan síðast.

Já janúar mánuður hefur ætt áfram eins og óð fluga og sólin hækkar með hverjum deginum sem líður. Í dag var ég alveg ákveðin í því að það væri að byrja að vora, en líklega var það nú of mikil bjartsýni. Hins vegar eru það ekki neinar ýkjur að nú sést hvað hænufetunum fjölgar og við njótum birtu lengur með hverjum degi. Myndin hérna er þó  síðan á nýjársdag.
Það er allt að komast á rétt ról svona eftir jólastússið og mikið var ég fegin þegar við pökkuðum jólunum niður og settum út í bílskúr.  Eins og það er gaman á hverri aðventu að taka upp jóladótið þá er ég jafnglöð solarlag2014þegar það er komið aftur út í bílskúr. Mér finnst svo þröngt og erfitt að þrífa neitt á meðan allt þetta skraut er út um allt.  Kannski er það íhaldsemin sem veldur því – allt verður alltaf að fara á sinn gamla stað. Ég fæ líka alltaf athugasemdir ef eitthvað vantar, eins og  “Amma, hvar er jólasveinninn sem hefur alltaf setið á þessari hillu. – Hérna á endanum?”  Já svona gengur þetta nú fyrir sig.
——————–
Við höfum veri með góðan félagsskap í janúar því Hulla dóttir Hauks kom í byrjun janúar frá Danmörku og gisti hérna fyrstu næturnar og síðan kom Eva og var hjá okkur, en fór heim til Glasgow eldsnemma í morgun. Ég komst bara að því áðan, að ég er alveg hætt að standa mig sem Paparazzi og á bara örfar janúarmyndir.

2014_2Ég hélt endilega að ég hefði tekið myd um síðustu helgi þegar dætur Hauks komu þrjár í mat til okkar, en enga slíka fann ég í safninu. Þessi er hins vegar tekin núna á laugardagskvöldið af þeim Hullu og Evu með pabba sínum, en þá var Borghildur ekki.
Ég hef lengi verið að vandræðast með að setja á einfaldan hátt  myndir svona  inn í texta hjá mér, en Eva var svo elskuleg að sýna mér nýtt myndaforrit sem er svo miklu þægilegra en það sem ég hef notað. Tilefni þessarar færslu var ekki af því að ég hefði neitt í huga til þess að skrifa um, enda ber textinn þess merki, heldur vildi ég prufa þetta myndaforrit áður en ég gleymdi því alveg hvernig ætti að nota það og ég held bara að þetta hafi alveg tekist hjá mér 🙂
—————-
“Regndropi sem kitlar mig þegar hann rennur niður með nefinu gerir mér glatt í geði” segir bókin mín góða og ég hlakka til þegar það kemur ausandi rigning og klakinn fer af götum og stígum, en það veit Guð að ég er ekki að biðja um meira regn en bara til þess að þjóna þessari ósk minni – Svo má sólin skína.
Lifið heil þar til næst.


Comments

One response to “Langt síðan síðast.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *