Menningardagur – Menningarnótt

Enn einu sinni ákváðum við að fara í bæinn á Menningarnótt/degi og enn einu sinni töldum, við  okkur svo trú um að veðrið væri svo leiðinlegt að við skyldum bara sjá til seinni partinn, en þetta var upp úr hádegi. Svo fengum við gott boð um menningarhitting með veislukaffi í Ásakórnum svo við vorum ekki lengi að ákveða að geyma bæjarferðina og fara í kaffiboðið, það yrði llíka örugglega stytt upp seinni partinn. Þegar við komum heim aftur þá tók því ekki að fara í bæinn fyrir kvöldmat, svo það var ákveðið að fara heldur eftir fréttirnar.
Hér sit ég svo klukkan að verða eitt um nótt.  Við horfðum á viðburði kvöldsins í sjónvarpinu og þökkuðum fyrir að vera bara heima þegar við sáum hvað það var mikil rigning. Eftir þetta fór ég svo að dunda mér við að setja gamlar myndir hérna inn í nýju myndaalbúmin. Ég gjörsamlega gleymdi mér við að skoða bæði gamlar fjölskyldumyndir og ekki síst myndir frá saumaklúbbsferðum og hitting. Nú eru tvær úr saumónum látnar og það er dásamlegt að eiga minningar um gleðifundi okkar hérna í albúminu.  Ég á örugglega oft eftir a gleyma mér við að setja inn myndir af hinu og þessu.
Nú er hinsvegar best að koma sér í rúmið áður en fer að birta aftur af degi. Flokkast þetta annars nokkuð undir það að vera orðin gömul, að nenna ekki í bæinn á svona degi 🙁


Comments

One response to “Menningardagur – Menningarnótt”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *