Nýtt útlit á bloggið mitt.

Ég hef verið hálf óánægð með uppsetninguna á blogginu mínu svo ég hef verið sjálf að fikta í því að breyta henni. Þetta er útkoman eftir fyrstu yfirfærslu. Ég á alveg eftir að koma í lag myndaalbúmunum, sem aldrei hafa virkað almennilega hjá mér og fleira á ég eftir að athuga – kannski þarf ég sérfræðing til að redda restinni, en kannski tekst mér sjálfri að komast í gegnum þetta.  Það er gaman ef þetta hefur tekist hjá mér einmitt á þessum degi 22. ágúst, á afmælinu hans Odds Vilbergs.
Svo vona ég bara að þetta haldist inni en verði ekki dottið út í fyrramálið 😉

oddur_og_amma


Comments

4 responses to “Nýtt útlit á bloggið mitt.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *