Hann Oddur Vilberg á afmæli í dag

og ég óska honum innilega til hamingju með afmælið.  Mér fannst gaman að skoða gamla færslu frá því hann var 6 ára og amma kallaði hann ömmustubb og hann var ekki á því þá að amma hætti að kalla hann það. Nú er hann sko enginn stubbur lengur, myndarunglingur, fermdur og orðinn mikið hærri en amma og hefur mörg áhugamál sem hann sinnir vel.
http://ragna.betra.is/?p=302

(Ég er búin að koma kveðjunni hérna inn, en það er alveg dottið út valið um að setja inn myndir – Þetta verður því langt frá því sem ég ætlaði mér því það áttu að koma  inn myndir frá því 6 ára og önnur ný.  Ég verð að fara að tala við sérfræðing sem ætlar að hjálpa mér að uppfæra síðuna mína. Hef bara ekki komist í það ennþá.  Ég var eitthvað að fikta sjálf í þessu um daginn og allt komið í rugl 🙁

 


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *