Oddur Vilberg 6 ára í dag.

Elsku ömmustubburinn minn er 6 ára í dag og óskar amma honum

hjartanlega til hamingju með daginn. Í tilefni dagsins hefst svo fyrsti alvöru skóladagurinn, svo nú tekur alvara lífsins við

Ég hef ekki ennþá fengið beiðni frá honum um að ég ætti að hætta að kalla hann ömmustubb. Ég spurði hann fyrir nokkru hvort honum finndist ekki leiðinlegt að amma kallaðii hann stubb þegar hann væri orðinn svona stór og færi að byrja í skóla. Þá hjúfraði hann sig bara að ömmu og sagði að hún ætti ALLTAF að kalla sig ömmustubb. Amma var nú ekki viss um að hann myndi hafa sömu skoðun síðar svo hún lagði fram tillögu sem hljóðaði þannig:

"Amma kallar þig ömmustubbinn sinn þangað til þú vilt það ekki lengur og þá lætur þú ömmu bara vita."
Minn ítrekaði þá að það ætti að vera alltaf, alltaf.

——-ooo0ooo——-

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

8 Responses to Oddur Vilberg 6 ára í dag.

  1. Anna Sigga says:

    Til hamingju með ömmudrenginn!!!
    Ó, hve börnin hækka og stækka
    hrósum þeim og þökkum Guði.

    – úps, kannski ekki alveg að ná að botna þennan fyrripart. Kannski næst… 😉 Bestu kveðjur til ykkar allra!

  2. Anna Sigga says:

    Hvernig er þessi…?
    „Stubba-köllum“ mun ekki fækka/
    en alltaf verður stuði-/
    -ð… Farið vel með ykkur!

  3. Þórunn says:

    Ömmustubbur
    Ég óska þér hjartanlega til hamingju með daginn og þennan elskulega stubb. Ég er nú ekki svo lagin að geta lagt ykkur til vísu, en bara, bestu hamingjuóskir frá netvinkonu þinni Þórunni

  4. Gurrý says:

    Sæl frú
    Ég get eiginlega fundið ilminn af þessum kleinum á myndinni!! Frábært alveg að baka bara og frysta. Ég hef reynt að baka kleinur í útlandinu með hræðilegum árangri, reyni það ekki aftur. En gaman að heyra af litla ömmustubbnum, æi þau eru svo sæt og góð þessi kríli, ekki frítt fyrir smá öfund þar sem ég væri alveg til í að verða amma fyr frekar en seinna 🙂 Bestu kveðjur frá Amman þar sem ekkert bólar á hausti..

  5. Ragna says:

    Þetta með kleinurnar.
    Ég hefði nú ekki farið að birta mynd af kleinunum ef ég hefði ekki einmitt bakað þær eftir fögur fyrirheit á netinu.
    Ég veit um eina í Danmörku sem hafði samband og ætlaði að prufa kleinurnar. Gaman að vita hvernig til tókst.
    Þakka ykkur fyrir góðar kveðjur.

  6. afi says:

    Ömmu strákur
    Þetta er mesti myndar piltur. Til hamingju með herramanninn.

  7. Silla says:

    Sætur strakurinn
    Ja, hann er ordinn stor strakurinn og rosalega er tetta flott mynd af honum. Gott ad tu skulir fylgjast med mer, til tess er leikurinn gerdur.l 🙂

  8. Edda says:

    Til hamingju
    Elsku Didda mín,
    kysstu litla (stóra) „ömmustubbinn“ frá Eddu vinkonu og til hamingju með hann, hann er yndislegur drengur.
    þín Edda

Skildu eftir svar