Þð sem flýgur í gegnum hugann í göngutúr í Kópavoginum

Hérna í gamla daga fékk maður hroll þegar þurfti að fara einhverra erinda í Kópavoginn því göturnar voru svo holóttar og erfitt að rata. þegar ég bjó tímabundið í Kópavogi fyrir meira en 50 árum, þá hefði mér ekki dottið í hug að ég ætti eftir að verða Kópavogsbúi seinna meir og svona líka alsæl með það. Hér er vel hugsað um umhverfið og fólkið sem hér býr, góðir göngutígar með vönduðum bekkjum fyrir þá sem þreyttir eru,  undirgöng undir umferðargötur og allt svo snyrtilegt.
Það mætti halda að þetta væri framboðsræða hjá mér, en ég kann bara svo vel að meta það sem vel er gert og vel hugsað um.

Hér eru nokkrar myndir út göngutúr í næsta nágrenni mínu í Kópavoginum. 


Þetta þurfti Haukur að prufa þegar hann kom með mér á röltið.

Svo er auvitað andapollur hér eins og vera ber.

Þessi er svo tekin út um gluggann á vinnuherbeginu mínu.
Máninn staldrar við og kíkir á okkur Kópavogsbúana, á ferð sinni í kringum jörðina


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *